Stjóri belgíska landsliðsins, Roberto Martinez, sagði það eftir leikinn að Hazard hafi ekki spilað því hann „var ekki í nógu góðu formi“ til að spila. Spænskir miðlar greina nú frá því að yfirmenn innan Real Madrid séu orðnir pirraðir vegna „offitu“ stjörnunnar.
Spænskur fjölmiðill greinir meðal annars frá því að Real Madrid hafi viljað að Hazard væri eftir á Spáni í stað þess að fara að spila með landsliðinu. Félagið vildi að hann yrði eftir til að koma sér í betra form.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hazard er í slæmu formi fyrir byrjun á nýju tímabili. Það vakti athygli í fyrra þegar Hazard mætti með bumbu til Real Madrid eftir sumarfríið sitt en þá var stjóri liðsins, Zinedine Zidane, allt annað en sáttur.
Fyrr í sumar hrósaði Zidane leikmanninum fyrir að mæta í góðu formi eftir kórónuveirupásuna. „Þetta er flókið fyrir mig, ég reyni að borða ekki of mikið. Ég reyni að borða ekki of mikið,“ sagði Hazard þá.