,,Það eru komnir 100 laxar í Miðá í Dölum og eitthvað af silungi,“ sagði Ómar Óskarsson en hann hefur verið við veiðar í Miðá í Dölum síðustu daga. Sonur hans veiddi maríulaxinn sinn í ferðinni.
,,Já, sá ungi var hress með laxinn og hann borðaði veiðiuggann af maríulaxinum sínum,“ sagði Ómar ennfremur.
Veiðimaðurinn ungi heitir Óskar Máni Ómarsson og er 13 ára gamall. Hann fekk maríulaxinn sinn í Tunguá sem er hliðará Miðár í Dölum og laxinn tók rauðan 1/2 tommu frances keilu túbu laxinn var 67 cm löng hrygna.
Mynd. Óskar Máni Ómarsson með maríulaxinn sinn við Tunguá sem rennur í Miðá. Mynd Óskar