Stærsti lax sumarins veiddist í Vatndalsá í Húnavatnssýslu í gærdag. Ingólfur Davíð Sigurðsson krækti í fiskinn og var veiðistaðurinn Vaðhvammur í Vatnsdalsá en fiskurinn var 108 sentimetrar. Árið 2006 veiddi Ingólfur 115 sentimetra fisk líka í Vatndalsá svo hann er verulega vanur að eiga við stóra fiska.
Í samtali við Sporðaköst Moggans segist hann að veiða á flotlínu og litlar flugur, og það náði að gefa sér stórlaxa. Fiskurinn tók Black and Blue númer tíu.
Fyrir nokkrum dögum veiddist lax yfir 100 sentimetra í Vatndalsá og veiddi Nils Flomer laxinn.
Vatnsdalsá á tvo stærstu laxa í sumar en síðan kemur Jökla og Stóra Laxá en allt getur þetta breyst á næstu dögum og vikum.
Mynd. Ingólfur Davíð Sigurðsson með laxinn stóra sem var 108 sentimetrar.