fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bandaríkin hætta kórónuveiruskimunum á 15 flugvöllum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 18:00

Frá LaGuardia flugvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hyggjast hætta skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegunum frá völdum löndum á 15 flugvöllum. Þess í stað munu farþegar fá leiðbeiningar um þær hættur sem fylgja heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Frá og með 14. september munu bandarísk stjórnvöld falla frá kröfum um að allir farþegar frá ákveðnum löndum fari í skimun á 15 völdum flugvöllum,“

segir á heimasíðu smitsjúkdómastofnunar landsins, CDC. Fram kemur að nú sé sérstakt eftirlit haft með farþegum frá Kína, Íran, Schengensvæðinu, Bretlandi, Írlandi og Brasilíu. Segir stofnunin að skimun gagnist ekki svo mikið því margir séu einkennalausir. Ekki sé þó útilokað að smit berist á milli farþega frá þeim sem eru einkennalausir eða hafa ekki þróað með sér sjúkdómseinkenni. Af þessum sökum breyti CDC nú um aðferðafræði og leggi meiri áherslu á aðra heilsuverndarþætti til að draga úr smithættu á ferðalögum. Ferðamönnum mun þó áfram standa til boða að fara í sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið