Skýrslan, „Living Planet Report 2020“ var birt aðfaranótt fimmtudags. Í henni kemur fram að stofnar villtra spendýra, skriðdýra, skordýra, fiska og fugla hafa að meðaltali minnkað um 68% frá 1970.
Í skýrslunni kemur fram að heimurinn hafi breyst mikið á undanförnum 50 árum með auknum alþjóðaviðskiptum, neyslu og fólksfjölgunar auk þess sem fólk býr þéttar en áður vegna flutnings af landsbyggðinni í borgir og bæi.
Af þessum sökum breytum við náttúrunni hraðar en nokkru sinni áður segir í skýrslunni.
Skýrslan er byggð á stofnmælingum á tæplega 21.000 dýrategundum.