fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kínverski ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á meðan heimsbyggðin berst við kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 15:15

Frá Kína. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannaiðnaðurinn um allan heim hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar en í Kína er ágætis gangur í greininni þessa dagana enda 1,4 milljarðar manna sem geta ekki ferðast neitt nema innanlands.

Innanlandsflug er næstum komið á sama stað og það var fyrir heimsfaraldurinn og samfélagið hefur verið opnað upp. En faraldurinn geisar erlendis og Kínverjar geta ekki ferðast til útlanda og gera því eins og við Íslendingar og ferðast innanlands. Ferðamannaiðnaðurinn er þó ekki á pari við það sem hann var fyrir heimsfaraldur en samt sem áður í betri málum en víða um heim.

Sky skýrir frá þessu. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið góð innspýting fyrir kínverskt efnahagslíf sem hefur ekki farið eins illa út úr heimsfaraldrinum og í mörgum öðrum löndum. Einkaneysla hefur þó dregist töluvert saman en virðist vera að aukast. Einnig eru fyrirtæki farin að ráða fleira fólk til starfa en síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið