fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Bólivía kærir Evo Morales til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:15

Evo Morales. Mynd:EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari Bólivíu hefur kært Evo Morales, fyrrum forseta landsins, til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag (ICC) fyrir brot gegn mannkyni. Í ágúst hvatti Morales stuðningsmenn sína til að loka vegum en það kom í veg fyrir dreifingu matvæla og  að læknar og lækningabúnaður gæti komist á milli staða segir í tilkynningu frá ríkissaksóknaranum.

Stuðningsmenn Morales hafa mótmælt því að kosningum í landinu hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ríkissaksóknari segir að vegatálmar stuðningsmannanna hafi valdið því að minnst 40 sjúklingar hafi látið lífið. Af þessum sökum sé nauðsynlegt að ICC skoði málið ofan í kjölinn.

Morales er þess utan ákærður fyrir hryðjuverk í Bólivíu. Hann var forseti í landinu í 13 ár. Eftir ásakanir um kosningasvindl í október 2019 fór hann í útlegð til Mexíkó og síðan til Argentínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn