fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvur kosningabaráttu Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar, sem eru á mála hjá rússneska ríkinu, reyndu að sögn að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækis sem starfar fyrir kosningaframboð Joe Biden. Microsoft er sagt hafa varað fyrirtækið við þessu.

Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa beint spjótum sínum að fyrirtækinu SKDKnickerbocker, sem vinnur við samskiptamál og skipulagningu kosningabaráttunnar, undanfarna tvo mánuði. Fyrirtækið starfar einnig fyrir fleiri demókrata.

Þrjótunum tókst þó ekki að komast í gögn fyrirtækisins en það er sagt vera með mjög góðar varnir gegn tölvuþrjótum.

Ekki er vitað hvort Biden var sjálft skotmark árásanna eða einhverjir aðrir viðskiptavinir fyrirtækisins. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við að erlend ríki muni gera tilraunir til að blanda sér í baráttuna fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Það var einmitt það sem Rússar gerðu fyrir forsetakosningarnar 2016 þegar þeir stálu miklu magni gagna frá kosningaframboði Hillary Clinton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð