fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tíðni sjálfsvíga hefur aukist á þessu ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Frumkvæðið að honum er komið frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, segir að boðskapurinn hafi sjaldan verið eins mikilvægur og nú því vísbendingar séu um að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi slæm áhrif á viðkvæma hópa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Tilgangur dagsins er þríþættur. Það er að vekja athygli á því hversu mikilvægt er að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi sem og að styðja þá sem hafa misst ástvini,“

hefur blaðið eftir Guðrúnu. Hún sagði einnig að aldrei hafi verið mikilvægara að vekja athygli á baráttunni gegn þessum vágesti því vísbendingar séu um að einangrunin og þær félagslegu takmarkanir sem hafa fylgt faraldrinum hafi haft slæm áhrif á þá sem eru í áhættuhópum varðandi sjálfsvíg.

Bráðabirgðatölur frá ríkislögreglustjóra sýna að lögreglan hefur sinnt 30 útköllum vegna sjálfsvíga það sem af er ári. Á síðasta ári voru þau 18 en 23 árið 2018. Talan fyrir þetta ár hefur ekki verið staðfest endanlega því krufningu er ekki lokið í öllum málunum. En hér er um skýra vísbendingu að ræða um að tíðni sjálfsvíga verði óvenjulega mikil á árinu.

„Það er þekkt staðreynd að þegar mikið gengur á í þjóðfélögum þá fækkar sjálfsvígum. Til dæmis ef landslið þjóðar vinnur sigur sem sameinar alla í gleði, eða þá að samfélagið þjappar sér saman þegar einhvers konar hamfarir ganga yfir. Því virðist vera öðruvísi farið með kórónaveirufaraldurinn og margt bendir til þess að líðan þeirra sem eiga erfitt uppdráttar hafi versnað,“

er haft eftir Guðrúnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund