Samkvæmt frétt TV2 þá hafði konan ekki hugmynd um það sem gerðist fyrr en á síðasta ári.
Samkvæmt ákærunni þá hafði maðurinn aðgang að sterkum deyfi- og svefnlyfjum í starfi sínu. Þar á meðal rohypnol sem er oft sagt vera „nauðgunarlyf“ því sá sem innbyrðir það missir yfirleitt meðvitund.
Það var tannlæknirinn sjálfur sem gaf sig fram við lögregluna á síðasta ári til að játa brotin á sig. Það gerði hann eftir að sambýliskona hans hafði rætt þetta við hann en hana var farið að gruna eitt og annað. Maðurinn skýrði frá brotum sínum í smáatriðum.
Í ákærunni er greint frá meintum brotum mannsins í smáatriðum. Hann er til dæmis sagður hafa notað ilmvatnsglas, sprautur og spartlspaða við sumar nauðganirnar.