fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fréttir

Dæmdur í fangelsi í héraðsdómi en finnst ekki til að birta honum dóminn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. september 2020 20:40

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem dæmdur var í 45 daga fangelsi fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur mætti aldrei í dómsal á meðan á meðferð málsins gegn sér stóð. Þar sem hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu var lögreglu falið að birta manninum dóminn. Það tókst heldur ekki. Er nú dómurinn birtur í lögbirtingarblaðinu og hefur því manninum verið birtur dómurinn í skilningi laga. Má hann því búast við að vera boðaður í afplánun, en af reynslunni að dæma kann að reynast þrautinni þyngri að finna manninn til að birta honum boðunina.

Maðurinn var í júní á þessu ári sakfelldur fyrir að aka bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Fyrst í nóvember á síðast ári en þá mældist í blóði mannsins amfetamín og slævandi lyf, og aftur í desember í fyrra þegar aftur mældist amfetamín í blóði.

Árið 2017 var manninum gert að greiða 280 þúsund króna sekt vegna fíkniefnaaksturs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði. Í september 2018 var hann dæmdur til að greiða aðrar 420 þúsund krónur í sekt og sviptur í þrjú ár. Í febrúar á þessu ári var maðurinn svo dæmdur fyrir að hafa ekið bifreið þrisvar undir áhrifum fíkniefna. Hefur hann því gengist við eða verið dæmdur fyrir að aka sjö sinnum undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja.

Í dóminum frá því í júní segir að maðurinn hafi ekki mætt við dómsuppsögu og var lögreglu því falið að birta fyrir manninum dóminn. Lögregla segist ekki hafa tekist það verk, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sem fyrr segir er manninum í þessum nýjasta dómi gert að sæta 45 daga fangelsi og greiða 305 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“
Fréttir
Í gær

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann
Fréttir
Í gær

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“