,,Við vorum að koma úr árlegum veiðitúr í Miðfjarðará og hollið veiddi yfir 40 laxa,“ sagði Hafþór Óskarsson um veiðitúr í Miðfjörðinn. Miðfjarðará er að ná sama laxafjölda og í fyrra sem verður að teljast gott. Það sama verður ekki sagt um nokkrar ár á svæðinu enn Miðfjarðará hefur gefið 1470 laxa.
,,Þetta var fínn veiðitúr eins og alltaf þarna,“ sagði Hafþór ennfremur.
Ef við rennum yfir svæðið hefur Laxá á Ásum gefið 603 laxa, Blanda 475, Víðidalsá 433 laxa, Vatnsdalsá 301 lax, Hrútafjarðará 266 svo eitthvað sé nefnt.
Mynd. Hafþór Óskarsson með lax úr Miðfjarðará, sem hefur gefið 1470 laxa í sumar.