fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fréttir

Margt gekk vel í sumar hjá Icelandair en farþegaflutningar hrundu eftir 19. ágúst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 19:18

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir mikinn samdrátt miðað við síðustu ár gekk flug hjá Icelandair að sumu leyti vel í sumar. Farþegafjöldi jókst töluvert framan af sumri en dróst hratt saman aftur eftir hertar takmarkanir á landamærum frá og með 19. ágúst.

Fraktflutningar hafa dregist mun minna saman en farþegaflug í sumar.

Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir:

„Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair var um 73 þúsund í júlí og hafði þá fjórfaldast á milli mánaða. Ágústmánuður fór vel af stað og útlit var fyrir áframhaldandi vöxt í fjölda farþega. Félagið hefur þó þurft að draga töluvert úr flugframboði eftir 19. ágúst til að bregðast við hertum sóttvarnaraðgerðum á landamærum sem hafa haft mikil áhrif á eftirspurn eftir flugi til og frá landinu. Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í ágúst var um 67 þúsund og dróst saman um 88% á milli ára. Þar af voru hátt í 53 þúsund farþegar til Íslands og um 13 þúsund frá Íslandi. Tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku var í algjöru lágmarki í ágúst vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 89% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í ágústmánuði og fækkaði um 58% á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 66% á milli ára.

Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 77% á milli ára í ágúst en hafa dregist saman um 42% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í ágúst og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug, eða um 23% og hafa aðeins dregist saman um 16% það sem af er ári.“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group:

 „Þrátt fyrir mikinn samdrátt í farþegaflugi, gekk sumarið að mörgu leyti betur en við höfðum búist við. Farþegafjöldi jókst umtalsvert frá miðjum júní þegar ferðatakmörkunum hafði verið aflétt og fram í ágúst. Jafnframt náðum við að auka tekjur með því að nýta tækifæri í leiguflugi og fraktflutningum á tímabilinu. Nú horfum við hins vegar á mikinn samdrátt í farþegaflugi á ný eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar eftir miðjan ágúst. Félagið er þó vel í stakk búið til að takast á við slíkar breytingar og leggjum við höfuðáherslu á að viðhalda sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þeirri stöðu sem er uppi á hverjum tíma á mörkuðum Icelandair.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar fjölbýlishúss í Hafnarfirði ráðalausir út af nágranna sem heldur húsinu í heljargreipum – Vitni lýsir alvarlegri uppákomu á mánudag

Íbúar fjölbýlishúss í Hafnarfirði ráðalausir út af nágranna sem heldur húsinu í heljargreipum – Vitni lýsir alvarlegri uppákomu á mánudag
Fréttir
Í gær

Innbrotahrina á Suðurnesjum – Stýrinu var stolið úr bíl Helga Snæs

Innbrotahrina á Suðurnesjum – Stýrinu var stolið úr bíl Helga Snæs