fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fréttir

Lögreglustjóri eltist við mann sem notaði ekki öryggisbelti – Birt ákæra í Lögbirtingablaðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 17:45

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að nota ekki öryggisbelti er hann ók bíl í Vestmannaeyjum sumarið 2019. Fráfarandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, gaf út ákæru á manninn, sem býr í Noregi, þann 10. júní í sumar. Settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Arndís Bára Ingimarsdóttir, hefur tekið við málinu og er ákærandi gegn manninum, en málið verður þingfest þann 8. október næstkomandi, í Vestmannaeyjum.

Fyrirkall og ákæra hafa verið birt í Lögbirtingablaðinu. Í fyrirkallinu segir:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna. Viðurlög við því að nota ekki öryggisbelti eru 20 þúsund króna sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“
Fréttir
Í gær

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann
Fréttir
Í gær

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“