fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fréttir

„Hvers vegna heldur Róbert Spanó að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 7. september 2020 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Spanó, íslenskur forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, þáði á dögunum heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Istanbúl, Tyrklandi. Atvikið vakti mikla athygli og hefur Róbert fengið gagnrýni frá öllum áttum. Gagnrýnendum þykir ekki við hæfi að forseti mannréttindadómstóls taki við slíkri nafnbót frá ríki sem hefur lengi verið harðlega gagnrýnt fyrir að mannréttindabrot.

Lögmaðurinn og fyrrverandi dómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson bættist í morgun í hóp gagnrýnenda en hann birti grein um málið í Morgunblaðinu. Veltir hann því þar fyrir sér hvað hafi mögulega vakið fyrir Róbert.

„Þetta eru vond tíðindi,“ skrifar Jón Steinar og heldur áfram: „Sérstaklega að dómarinn skuli þiggja svona fjólur af ríki sem allir vita að reglulega forsmáir vernd mannréttinda og hefur þurft að verjast fjölmörgum kærum fyrir MDE undanfarin misseri, m.a. fyrir brot á tjáningarfrelsi borgara sinna.“

Telur Jón Steinar að dómarar við mannréttindadómstólinn ættu aldrei að þiggja álíka viðurkenningar frá aðildarríkjunum. „Aldrei. Ríkin eru aðilar til varnar í kærumálum sem berast til dómstólsins. Það er því ekki við hæfi að dómarar taki við atlotum þeirra. Slíkt hlýtur að rýra traust manna til dómstólsins.“

Sérstaklega gagnrýnir Jón Steinar að Róbert hafi tekið við þessum „heiðri“ frá Tyrklandi. „Ríki sem er blóðugt upp fyrir axlir af mannréttindabrotum sínum eins og Tyrkir eru.“

Róbert hefur borið því við að rík hefð sé fyrir því að dómarar taki við slíkum heiðursnafnbótum. Jón Steinar gefur lítið fyrir þá skýringu og telur að þarna hefði Róbert getað breytt hefðinni til betri vegar, ef slík hefð hafi yfir  höfuð verið til.

„Róbert hefði hreinlega átt að nota þetta tækifæri til að uppræta hefðir af þessum toga, hafi þær yfirhöfuð verið fyrir hendi.“

Jón Steinar spyr sig svo: „Hvers vegna heldur Róbert Spanó að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu?“ Telur Jón Steinar að líklega sé svarið það að Tyrkir vilji kaupa vinskap Róberts og auka álit hans á Tyrklandi.

„Það er auðvitað forsmán ef dómara við dómstólinn eru svo hégómlegir að vilja þiggja svona viðurkenningar fremur en að afþakka þær í þágu þeirra hagsmuna sem þeim hefur verið trúað fyrir að gæta í þágu almennra borgara í aðildarríkjum að dómstólnum. Það er sorglegt að íslenski dómarinn við dómstólinn skuli falla á kafi í þennan pytt. Vonandi drukknar hann ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands
Fréttir
Í gær

Segir „átakanlega dapurt“ að sjá áróður útgerðarinnar og minnir á mikilvægar staðreyndir í málinu – „Hámark lágkúrunnar“

Segir „átakanlega dapurt“ að sjá áróður útgerðarinnar og minnir á mikilvægar staðreyndir í málinu – „Hámark lágkúrunnar“
Fréttir
Í gær

Frammistaða Hönnu Katrínar í Kastljósi í gærkvöldi vekur athygli – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“

Frammistaða Hönnu Katrínar í Kastljósi í gærkvöldi vekur athygli – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“