Veiðin í Hítará á Mýrum heftur verið góð í sumar og núna eru komnir 477 laxar á land. Þrátt fyrir áföll og skriðuföll á síðasta hefur áin gefið helmingi meiri veiði en á sama tíma í fyrra og mikið er víst af fiski í ánni.
Magnús Örn Þórsson veiddi í Grjótá maríulaxinn sinn fyrir fáum dögum og var fiskurinn 67 sentimetrar. Þeir félagar hans veiddu fjóra laxa í Grjótá og Tálmu.
Veiðimenn sem við hittum við Hítará á dögunum voru búnir að fimm laxa og sögðu laxa víða í hyljum árinnar.
Mynd. Magnús Örn Þórsson með maríulaxinn sinn í Grjótá fyrir nokkrum dögum.