„Heimurinn gæti líkst því sem hann var árið 1900, þar sem stórveldin áttu í harðri samkeppni og það gekk ekki svo vel,“
sagði hann í samtali við BBC Asia Business Report. Hann benti á að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína sé mikil ógn við þá baráttu sem nú er háð um að snúa ástandinu í alþjóðaefnahagsmálum við en það hefur verið slæmt vegna kórónuveirufaraldursins.
Að mati Zoellick er eina lausnin sú að Bandaríkin og Kína grafi stríðsöxina og vinni saman að því að snúa þróuninni við.
Zoellick var ráðgjafi sex Bandaríkjaforseta á ferli sínum og forseti Alþjóðabankans frá 2007 til 2012 en þá gætti áhrifa efnahagshrunsins 2008 mjög.
„Ég tel að sambandið (milli Bandaríkjanna og Kína, innskot blaðamanns) sé í frjálsu falli og ég held að við höfum ekki enn náð botninum og þetta er hættuleg staða,“
sagði hann við BBC. Hann sagði einnig að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eigi mestu sökina á slæmu sambandi ríkjanna. Hann sagði einnig að hann telji að Trump skorti hæfileika til að leiða Bandaríkin í gegnum faraldurinn.