fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Fleiri leita til lögmanns vegna gruns um mistök við krabbameinsleit

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson, lögmaður, fer með mál konu sem sem ætlar að leita réttar síns vegna mistaka Krabbameinsfélags Íslands við sýnatöku. Hann greindi frá því í samtali við Vísi í dag að fyrirspurnum rigni yfir hann frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu.

Sævar segir að sér hafi borist beiðnir um að skoða tólf mál krabbameinssjúklinga eða aðstandenda þeirra. Af þessum tólf málum ætlar Sævar að skoða þrjú nánast.

Þessi þrjú mál varða einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein, einn þeirra er látinn.

„Ég tel rétt að skoða þessi mál til hlítar og kanna þá frekari gögn í þeim málum. En það er of snemmt að segja til um frekari framvindu þeirra.“

Sævar telur rangt að kenna einhverjum einum starfsmanni félagsins um mistökin. Kerfinu sé stýrt af Krabbameinsfélaginu og beri það því ábyrgð.

Frá því hefur verið greint að starfsmaðurinn sem misgreindi sýni konu sem hefur nú greinst með ólæknandi krabbamein hafi glímt við heilsubrest. Tugir kvenna fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018 og vinnur félagið nú að því að endurskoða 6000 leghálssýni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu