fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Jólagjafir til barnanna í Kulusuk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. desember 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór leiðangur Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, í sína árlegu jólagjafaferð til Kulusuk á Grænlandi. Fyrstur út úr flugvélinni stökk hinn rammíslenski og glaðbeitti Stekkjarstaur með jólapakka og góðgæti í farteskinu. Með honum í för var Hrafn Jökulsson forseti Hróksins, upphafsmaður skáklandnámsins á Grænlandi 2003.

Öll grunnskólabörnin í Kulusuk komu á flugvöllinn, ásamt kennurum og fjölmörgum foreldrum á flugvöllinn til þess að fagna íslensku gestunum. Justine Boassen skólastjóri var heiðruð sérstaklega og allir kennarar grunnskólans fengu ilmandi blóm að gjöf.

Stekkjarstaur var í öruggum höndum áhafnar AIC.  Þarna er sveinki með Gunnari Birni Bjarnasyni, Kristjáni Orra Magnússyni og Íris Jónsdóttur.
Stekkjarstaur var í öruggum höndum áhafnar AIC. Þarna er sveinki með Gunnari Birni Bjarnasyni, Kristjáni Orra Magnússyni og Íris Jónsdóttur.

Vinir okkar hjá Air Iceland Connect fluttu jólasveininn, Stefán Herbertsson og Hrafn Jökulsson til Kulusuk ásamt gnótt af gjöfum.

Margir hjálpuðust að við undirbúning þessarar gleðifarar til bestu nágranna í heimi, Grænlendinga. Í pökkunum var jólaglaðningur frá prjónahópnum góða í Gerðubergi, og fjölmörgum einstaklingum öðrum, sem og ýmislegt fallegt frá BÓNUS, Góu, Sólarfilmu, IKEA og BROS. Það var Henný Nielsen jólagjafastjóri Hróksins sem stýrði innpökkun í Pakkhúsi Hróksins, Grænn markaður sendi afskorin blóm til þess að gleðja þá sem eldri eru og Mjólkursamsalan sendi jólaostaöskjur.

Skólastjórahjónin í Kulusuk heiðruð.
Skólastjórahjónin í Kulusuk heiðruð.

Gjafirnar voru afhentar til þess að þakka fyrir þann vinahug sem á milli landanna tveggja ríkir. Hrafn Jökulsson sagði í stuttu ávarpi í Kulusuk í dag, að Íslendingar ættu bestu nágranna í heimi, og að grannþjóðirnar í norðrinu ættu að stórauka samskipti og samvinnu á sem flestum sviðum.

Kveðja frá næstu nágrönnum Íslands.
Kveðja frá næstu nágrönnum Íslands.
Íris Jónsdóttir frá Air Iceland Connect hjálpaði Stekkjarstaur að koma gjöfunum í réttar hendur.
Íris Jónsdóttir frá Air Iceland Connect hjálpaði Stekkjarstaur að koma gjöfunum í réttar hendur.
Grænlenskir og íslenskir fánar í næsta nágrannabæ Íslands.
Grænlenskir og íslenskir fánar í næsta nágrannabæ Íslands.
Gjafir og gotterí á Grænlandi.
Gjafir og gotterí á Grænlandi.
Elstu börnin í grunnskólanum fengu ipad að gjöf frá íslenskum velunnara.
Elstu börnin í grunnskólanum fengu ipad að gjöf frá íslenskum velunnara.
Allir fengu eitthvað fallegt!
Allir fengu eitthvað fallegt!
Alf flugvallarstjóri heiðraður með blómum og ostakörfu fyrir dyggan stuðning árum saman.
Alf flugvallarstjóri heiðraður með blómum og ostakörfu fyrir dyggan stuðning árum saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu rándýrt og ótrúlegt safn stjörnunnar sem er á öllum forsíðum – Borgaði eitt sinn 47 milljónir króna

Sjáðu rándýrt og ótrúlegt safn stjörnunnar sem er á öllum forsíðum – Borgaði eitt sinn 47 milljónir króna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vekja heimsathygli fyrir hlutinn sem fer með þeim út um allt – Elskar tvennt í lífinu

Vekja heimsathygli fyrir hlutinn sem fer með þeim út um allt – Elskar tvennt í lífinu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri