fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Matur

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. september 2020 09:30

Birta Abiba Þórhallsdóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir hefur verið grænmetisæta í sjö ár. Hún segist vera sjálfskipaður klaufi í eldhúsinu og eyðir þar litlum tíma, enda var hún næstum búin að kveikja í þegar hún reyndi síðast fyrir sér sem kokkur.

Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland árið 2019. Hún keppti í kjölfarið í Miss Universe og lenti í einu af tíu efstu sætunum. Hún hefur síðan þá getið sér gott orð sem fyrirsæta og mun krýna arftaka sinn í október. Við vorum forvitin um hvernig venjulegur dagur er hjá henni og einnig hvað hún borðar.

„Ég veit ekki hvað telst lengur venjulegur dagur. Ég byrja samt alltaf á að drekka vatn áður en ég reyni að temja á mér hárið og horfi á TikTok,“ segir Birta.

Ekki góður kokkur

Birta hefur verið grænmetisæta í sjö ár. „Svo ég borða ekki rautt kjöt, fisk eða fuglakjöt,“ segir hún. Aðspurð hvort hún eyði miklum tíma í eldhúsinu svarar Birta neitandi.

„Ég eyði ekki miklum tíma í eldhúsinu, þar sem sannleikanum samkvæmt er ég bara alls ekki góður kokkur, né aðstoðarkokkur. Ég hef nefnilega þann hæfileika að gera mikið af klaufavillum þegar ég elda og eftir að hafa næstum kveikt í síðast þegar ég hjálpaði, hef ég verið beðin um að sjá aðeins um uppvaskið og setja á borð,“ segir hún.

Þegar kemur að því að velja uppáhaldsmáltíð vefst svarið ekki fyrir henni. „Ég veit að sumir munu ekki telja þetta sem máltíð en ég mun allan daginn segja popp,“ segir hún.

Matseðill Birtu

Morgunmatur:

Ég elska að fá mér heitan morgunmat, sérstaklega ef ég er að fara í tökur, svo vanalega fæ ég mér hrærð egg með bitum af camembert-osti.

Millimál:

Eplabitar með sterkum hummus (besti hummusinn er úr Costco).

Hádegismatur:

Ristað brauð með avókadó.

Millimál:

Frosin vínber

Kvöldmatur:

Það er fjölbreytt, en ég elska góðan vegan-hamborgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram