fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Sakamál: Reyndist vera eigin eltihrellir – Þráði að fyrrverandi svæfi hjá öðrum karlmanni

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 21:00

Samsett mynd - Angela og Ian Diaz annars vegar og hins vegar Michelle Hadley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar árið 2016 kynntust þau Angela Connell og Ian Diaz, aðstoðarfógeti hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna. Viku seinna voru þau gift og stuttu seinna sagðist hún vera ólétt. Næst tók við sambúð í blokkaríbúð Ians í borginni Anaheim í Kaliforníu-fylki.

Sjúklegur eltihrellir

Allt virtist vera í blóma þangað til Angela, nú kennd við nafnið Diaz, byrjaði að fá óhugnanlegar hótanir í gegnum vefsíðuna Craigslist. Hún gerði lögreglu viðvart um að eltihrellar umkringdu hús hennar og segðust ætla að nauðga henni, þá fékk hún sendar myndir af ógeðfelldum hlutum eins og líkum af börnum. Lögreglan hélt að einn eltihrellirinn væri búinn að upplýsa marga aðra um heimilisfang Angelu og gönguferðir hennar.

Í júnímánuði sama ár hringdi hún á lögregluna og sagði að ókunnugur maður hefði reynt að nauðga sér. Lögregla kom í kjölfarið að Angelu. Föt hennar voru rifin og hún var með rautt mar á hálsinum. Talið var að Michelle Hadley, fyrrverandi kærasta Ians Diaz, bæri einhverja sök í málinu en þau höfðu verið par á árunum 2013 til 2014.

Málið virtist skothelt

Angela hafði beðið um nálgunarbann af hendi Michelle vegna ógnandi tölvupósta sem virtust koma frá henni. Ekki nóg með það heldur var einn helsti netaðgangurinn sem hrellti Angelu á Craigslist skráður á nafnið „Lilith Hadley“. Notandi þess aðgangs hvatti til þess að Angelu yrði nauðgað. Gert var ráð fyrir að skilaboðin kæmu frá Michelle, en hún var handtekin samdægurs. Lögreglan taldi sig hafa skothelt mál í höndunum.

Michelle eyddi heilum þremur mánuðum í fangelsi, á meðan lögreglan rannsakaði málið. Aðstæðurnar voru ekki góðar í fangelsinu og er því haldið fram að kvenfangar sakaðir um kynlífsglæpi fái ekki góða meðferð.

Nálgunarbann á manneskju sem þú hefur aldrei hitt

Handtakan kom Michelle mikið á óvart. Hún og Ian, fyrrverandi unnusti hennar, höfðu átt í erjum vegna blokkaríbúðarinnar í Anaheim, sem þau deildu er þau voru í sambúð. Það mál hafði meira að segja endað fyrir dómi. Að því undanskildu hafði hún átt í litlu sem engu sambandi við Ian eftir að þau hættu saman. Hadley hefur greint frá því að hún hafi fyrst heyrt af Angelu í pósti er varðaði íbúðarmálið, sem hún hafi talið fullkomlega eðlilegt. Annað skiptið hafi hins vegar verið sérstakt, þá hafi Michelle fengið bréf er varðaði nálgunarbannið sem Angela vildi fá. Michelle vissi ekki hvers vegna Angela vildi nálgunarbann, enda hafði hún aldrei hitt eða séð konuna með eigin augum.

Þá hafði Michelle einnig tekið eftir óvenjulegum atburðum. Hún fékk tölvupósta um netaðganga stofnaða í sínu nafni og tölvupósturinn hennar virtist vera notaður án hennar vitneskju.

Ekki allt sem sýnist

Lögreglan komst að áhugaverðri niðurstöðu við rannsókn málsins. Svo virtist vera að hótanirnar og skilaboðin sem virtust koma frá Michelle Hadley, væru í raun ekki frá henni. Við nánari athugun kom í ljós að skilaboðin og póstarnir höfðu komið frá IP-tölu íbúðar Diaz-hjónanna. Við þessar upplýsingar breyttist málið til muna.

Angela Diaz hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir að ljúga upp á Michelle Hadley, fyrrverandi unnustu eiginmanns síns. Hún á að hafa þóst vera Michelle og sent sjálfri sér hótanir og önnur ógeðfelld skilaboð. Málinu var fyrir dómi lýst sem „nauðgunarfantasíu“. Dómur Angelu varðaði einnig rán og ávísanafölsun. Í dag er hún talin vera sjúklegur lygari, en hún á að hafa logið um fleiri hluti eins og fjölskyldu sína, vinnu og áðurnefnda óléttu, sem ekki var raunveruleg.

Ætlaði að græða á lygum

Þá hafa einnig fundist vísbendingar um að Angela hafi ætlað sér að græða á ótrúlegri sögu sinni. Í Wordskjali sem notað var sem sönnunargagn fyrir dómi, má finna hugmynd Angelu að heimildaþætti sem hún virðist hafa ætlað sér að selja til sjónvarpsstöðvar. Hún hafði gefið þættinum nafnið „Myrkrið að innan: Saga Angelu Diaz“ og/eða „Dætur Guðs: Saga Angelu Diaz“.

Þráði að hún myndi sofa hjá öðrum karlmanni

Michelle Hadley er þó ekki alsátt við niðurstöðu málsins. Hún telur að Ian Diaz eigi stærri þátt í málinu. Það hafi verið hann sem ákvað að koma sök á sig.

Í réttarsal fjallaði Michelle um samband þeirra, sem byggði á miklu valdaójafnvægi. Þá lýsti hún sérstaklega löngun, eða blæti hans, sem gekk út á að hún myndi sofa hjá öðrum karlmanni. Hann hafi ítrekað beðið hana um að gera það, en hún aldrei viljað. Einu sinni á valentínusardegi hafi hún þó „samþykkt“ það. Þá hafi hún sofið hjá ókunnugum manni á meðan Ian tók athæfið upp. Daginn eftir hafi hún séð gríðarlega eftir því og grátbeðið hann um að eyða myndbandinu. Hann hafi neitað því, þar sem þetta hafi verið hennar ákvörðun: „Það miðaði enginn byssu á þig,“ á hann að hafa sagt.

Telur lögregluna hafa verndað hann

Michelle hefur opinberlega velt því upp að staða Ians, sem er aðstoðarfógeti hjá alríkislögreglunni, hafi sett strik í reikning rannsóknarinnar. Angela hlaut dóm fyrir gjörðir sínar, en Ian sitji eftir, alveg ósnertanlegur, þar sem lögreglan verndi hann.

Michelle hefur einnig lýst áhrifunum sem þetta mál hafi haft á sig. Bæði á hún erfitt með að finna vinnu og fara á stefnumót vegna þess að hún er alltaf gúggluð og þá lesi fólk um mál hennar og hafi áhyggjur. Mannorð hennar sé því svert til frambúðar, þrátt fyrir að hún sé fórnarlambið í málinu.

Þessi grein birtist fyrst í tölublaði DV þann 28 ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland