fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Katrín segist fá haturspósta – Upplýsir hvar hún geymir þá

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var gestur Sigur­laugar M. Jónas­dóttur í þættinum Segðu mér, á Ríkisútvarpinu. Í þættinum fór Katrín um víðan völl, hún sló bæði á létta strengi og fjallaði um ferillinn í pólitík. Einn áhugaverðast var þegar að hún tjáði sig um hvort hún fengi haturspósta.

„Katrín færðu haturspósta?“ spurði Sigurlaug. Katrín svaraði „Já, en ég held nú að flestir stjórnmálamenn fái það, eða margir allavega.“ Þá spurði Sigurlaug aftur „Og svarar þú þeim?“ Því svaraði Katrín neitandi, „Ekki ef ég met þá sem haturspósta. Ekki ef þetta er bara fúkyrðaflaumur. Þá geri ég það ekki,“ Þá spurði þáttarstjórnandi hvað hún gerði við póstana, sendi hún þá áfram? „Ég geymi þá bara, geymi bara í möppu,“ sagði Katrín. „Ég er að hugsa um að gefa þetta út á bók einhvern tíma,“ segir hún svo og hlær. Forsætisráðherra sagði þó ólíklegt að sú bók myndi koma út, „Ég er ekki langrækin sko,“

„Ég hef mikinn skilning á því að fólk hafi skap og þurfi að tjá sig. Það er nú samt ekki það sem ég kalla haturspósta. Það er meira eitthvað annað, og þeir eru sem betur fer ekki daglegt brauð,“ sagði hún svo.

Í viðtalinu ræddi forsætisráðherra um margt og mikið. til að mynda framtíð sína í pólitík. Katrín sagðist ekki vita hversu lengi hún myndi halda áfram í pólitík, enda færu flest plön bara út um gluggann. Þó sagðist hún stefna á að bjóða sig fram á næsta kjörtímabili.

„Ég hef nú samt í hyggju að bjóða mig fram næst,“

Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris