fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Handtekin fyrir „klámfengið” myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. september 2020 07:00

Lakshman Jhula brúin. Mynd: Tony Leon/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 ára frönsk kona, Marie-Helene, var handtekin í Uttarakhand á Indlandi þann 27. ágúst síðastliðinn fyrir það sem heimamenn telja „klámfengið“ athæfi. Hún hafði tekið upp myndband, þar sem hún er nakin, á heilagri brú yfir Gangesfljótið.

CNN skýrir frá þessu. Brúin sem um ræðir heitir Lakshman Jhula og er um fimm kílómetra norðan við borgina Rishikesh. Samkvæmt trúnni þá fór guðinn Lakshmana yfir Gangesfljótið þar sem brúin stendur nú. Hann gekk yfir hana á reipum úr jurtum. Ganges er heilagt fljót í augum hindúa en fljótið rennur 2.700 km leið í gegnum Indland og Banglades.

CNN hefur eftir talsmanni lögreglunnar að konan hafi tekið myndbandið upp til að nota sem auglýsingamyndband fyrir skartgripasölu sína.

„Hún tók myndbandið upp á Lakshman Jhula sem er talin heilög brú. Hún tók síðan upp klámfengið myndir á hótelinu sínu. Þetta voru nektarmyndir og hún birti þær á Instagram,“

Hefur CNN eftir talsmanninum sem sagði að konan hafi verið með sjal í upphafi myndbandsins en hafi síðan látið það falla og nakin bakhlið hennar sjáist á upptökunni.

Lögreglunni var gert viðvart um málið eftir að fylgjendur konunnar þekktu brúna á myndunum og myndbandinu. Bæjarráðsmaður kvartaði einnig til lögreglunnar.

Konan var látin laus gegn tryggingu en á ákæru yfir höfði sér fyrir klámfengið athæfi á almannafæri og fyrir að hafa birt klámefni opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið