Ástæðan fyrir efasemdum vísindamannanna er að bæði bóluefnin eru byggð á frekar einfaldri kvefveiru. Bóluefnið, sem kínverska fyrirtækið CanSinos, hefur þróað er byggt á breyttri útgáfu af adenoveiru gerð 5, Ad5, og það sama á við um bóluefnið sem Gamaleya í Moskvu hefur þróað en það hefur nú þegar verið samþykkt af rússneskum lyfjayfirvöldum.
„Ad5 veldur mér áhyggjum því margir eru nú þegar ónæmir. Ég er ekki viss um hver ætlun þeirra er. Kannski vilja þeir ekki ná 70% áhrifum. Það getur verið að þeir vilji ná 40% áhrifum og það er betra en ekkert þar til eitthvað annað kemur,“
hefur Reuters eftir Anna Durbin sem starfar hjá John Hopkins háskólanum við rannsóknir á bóluefnum.
Mörg fyrirtæki hafa meðvitað sneytt hjá Ad5, þar má nefna bresk/sænska fyrirtækið AstraZeneca og samstarfsaðila þeirra hjá Oxford háskóla. Bóluefnið þeirra er byggt á adenoveiru úr simpönsum.