fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Lögmaður Ólafs Hand vill að sýknaðir geti sótt miskabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. september 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Ólafs William Hand, sem sýknaður var af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni eftir að hafa verið sakfelldur í héraði, telur nauðsynlegt að gera lagabreytingar sem veita sakborningum möguleika á að sækja skaðabætur eftir sýknu.

Arnar Þór hefur birt eftirfarandi tillögu að lagabreytingu í þessa veru þannig að 1. og 2. mgr. 246 laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála yrðu svohljóðandi:

„Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.

Maður sem ákærður hefur verið í sakamáli en síðar fallið frá ákærunni eða hann sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur á rétt til bóta úr ríkissjóði. Ákveða má hærri betur en ella ef viðkomandi hefur verið sakfelldur á lægra dómstigi en sýknaður af æðri dómstól með endanlegum dómi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur stuðlað að útgáfu ákæru á hendur honum eða sakfellingu á lægra dómstigi.“

Í samtali við DV segir Arnar að það sé galli á íslenskum lögum að „í núverandi réttarástandi á ákærður maður sem síðar er sýknaður og hefur engum þvingunarráðstöfunum sætt almennt ekki bótarétt á hendur ríkinu.“

„Önnur málsgrein myndi mæla fyrir um rétt til skaðabóta við þessar aðstæður. Bótarétturinn yrði enn hærri ef viðkomandi væri sakfelldur á lægra dómstigi, þ.e. héraðsdómi eða Landsrétti, og síðan sýknaður á æðra dómstigi, þ.e. Landsrétti eða Hæstarétti, því að þá þarf hann að una því að vera ranglega talinn sekur í einhvern tíma. Það er mjög íþyngjandi, sérstaklega í þessum gapastokks- kommentakerfisheimi sem við búum í hér á landi. Tillaga mín snýst um að reyna að bæta réttarstöðu þeirra einstaklinga sem verða fyrir þessu og þeir eru til. Það gerist stundum að menn séu ákærðir og síðan sýknaðir og það gerist líka að menn séu sakfelldir í héraðsdómi en sýknaðir í Landsrétti eða Hæstarétti.“

Arnar segir að bótarétturinn yrði mishár:

Hann er kannski lægri ef mann hafa stuðlað sjálfir að ákæru með framferði sínum eða öðrum hætti. Síðan breytast hlutirnir kannski undir rekstri mála fyrir dómi. Það gæti alveg verið eðlilegt að menn gætu misst bótarétt við þær aðstæður. Svo getur það alveg verið að menn vilji ekki sækja rétt og láti sýknu duga.“

„Það er í núgildandi lögum ákvæði um að í stað bóta geti menn fengið eins konar afsökunarbeiðni frá ríkissaksóknara. Það ákvæði myndi líka gilda við þessar aðstæður og menn gætu þá valið um að fá afsökunarbeiðni í staðinn fyrir að fá einhverja lága upphæð í bætur,“ segir Arnar enn fremur.

Ótrúlegt að ekki hafi verið ákært fyrir húsbrot

Arnar var verjandi Ólafs Hand en vill ekki tjá sig mikið um hans mál, að undanteknu einu atriði:

„Það var ekki ákært fyrir húsbrot. Það er algjörlega óskiljanlegt og heldur engu vatni sama hvað maður hugsar um það. Það er ótrúlega skrýtið. Fyrst hann var ákærður fyrir líkamsárás þá átti einnig að ákæra hin fyrir húsbrot. Og ég held að það hafi ekki hjálpað ákæruvaldinu fyrir Landsrétti. Það var hálfgert sjálfsmark hjá ákæruvaldinu að ákæra ekki fyrir húsbrot. Það afhjúpaði ákveðna hluti.”

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú