fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Ingibjörg lét langþráðan draum rætast – Fór að gráta þegar hún vaknaði eftir aðgerð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. september 2020 10:15

Ingibjörg Eyfjörð Hólm. Mynd t.v.: Rétt fyrir aðgerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Ingibjörg Eyfjörð Hólm lét langþráðan draum rætast á dögunum. Hún gekkst undir brjóstastækkun og segist hafa farið að gráta þegar hún vaknaði eftir aðgerðina. Hún hefur verið mjög opinská um aðgerðina og ferlið á Instagram og segir í samtali við DV að henni langar að miðla sinni reynslu og að fegrunaraðgerðir séu ekkert til að skammast sín fyrir.

Ingibjörgu hefur lengi langað að fara í aðgerðina. „Mér fannst ég aldrei samsvara mér rétt. Ég eignaðist son minn árið 2012 og ákvað að bíða þar til ég væri búin með barneignir,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/CEm_2-dARAF/

Ingibjörg sagði á Instagram að henni líður loksins eins og líkaminn hennar sé og líti út eins og hún hafi lengi séð fyrir sér. Hún útskýrir það nánar.

„Þegar ég sá mig fyrir mér í huganum þá passaði það aldrei við það sem ég sá í speglinum. Ég hef alltaf verið með ótrúlega fíngerð og rosalega lítil brjóst, nema þegar ég var með börnin mín á brjósti. Ég hefði getað hlaupið maraþon brjóstarhaldaralaus og ekki fundið fyrir neinu,“ segir Ingibjörg.

„Svo þegar ég fór að mæta í ræktina árið 2017 og rækta sjálfa mig líkamlega og það sem meira er; andlega, þyngdist ég alveg helling,“ segir hún og bætir við að hvert kíló hafi verið kærkomið.

„Ég bjóst þá við að ég myndi loksins fá brjóstin sem ég var búin að bíða eftir í mörg ár en allt kom fyrir ekki, þau bara minnkuðu. Eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Svo ég gafst upp á að bíða, ég er búin með barneignir og verð þrítug á næsta ári svo þetta var hreinlega rétti tíminn.“

Myndin til vinstri er tekin fimm tímum eftir aðgerð en myndin til hægri sólarhring eftir aðgerð. Það sést hversu mikið bólgan hefur minnkað.

Þegar DV ræddi við Ingibjörgu var tæplega einn og hálfur sólarhringur frá aðgerð. Bólgan hafði þá hjaðnað mikið og verkurinn breyst. „Fyrst eftir aðgerð var eins og það sæti fíll á bringunni minni, það var svo mikill þrýstingur og fékk reglulega sting í brjóstin. En núna er ekki jafn mikill þrýstingur, frekar stöðugur sársauki,“ segir hún og bætir við að vel sé hugsað um hana.

„Maðurinn minn hugsar ofboðslega vel um mig og börnin eru eins skilningsrík og þau geta varðandi að mamma getur ekki gert mikið þessa dagana. Andlega er ég á bleiku skýi. Ég fór að skæla þegar ég vaknaði eftir aðgerðina því mér leið loksins eins og myndin sem ég var með af mér sjálfri í huganum væri orðin að raunveruleika.“

Opin um flest

Það er ekki algengt að áhrifavaldar, eða fólk almennt, sé opið um fegrunaraðgerðir á samfélagsmiðlum. Aðspurð af hverju hún ákvað að vera opin um ferlið segir hún:

„Ég er mjög opin með flest. Mér finnst fegrunaraðgerðir vera hinn eðlilegasti hlutur ef það er það sem fólk vill og það hentar því. Ég var líka með það lítil brjóst fyrir að það mun ekki fara fram hjá einum né neinum að ég hafi farið í aðgerð. Ég vil endilega miðla minni reynslu og tel mig hafa nokkuð góða reynslu af ferlinu, þó að COVID hafi tafið aðgerðina um nokkra mánuði. Ég er einnig alveg ofboðslega þakklát fyrir að tvær nánar vinkonur sem hafa farið í sömu aðgerð og gáfu mér alls konar góð ráð.“

Finnst þér vera eitthvað stigma í kringum fegrunaraðgerðir?

„Það er aðallega þessi ofboðslega dómharka og afskiptasemi hjá öðru fólki sem mér finnst vera vandamál. Fólk er svo fast í að því finnist þetta og hitt ljótt, eins og brjóstastækkanir, varafyllingar og þar fram eftir götunum. Það er allt í lagi að hafa sína skoðun, en hafið hana þá fyrir ykkur nema þið séuð sérstaklega spurð. Það er enginn að segja að svona aðgerðir séu fyrir alla og þó Gunna í næsta húsi hafi farið í silíkon hefur það bókstaflega engin áhrif á þitt líf.“

Ingibjörg vil taka það fram að brjóstastækkun sé inngrip eins og flestar fegrunaraðgerðir. „Því mæli ég sterklega með að þetta sé bara gert að vel ígrunduðu máli. Farið yfir kosti og galla aðgerðarinnar og finnið ástæður með og á móti aðgerðinni. Það er alltaf mikilvægt að vera vel upplýstur um svona hluti því þú þarft að lifa með þínum ákvörðunum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“