fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Steinbergur krefst þess að saksóknari og lögreglumenn verði látnir sæta viðurlögum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 07:55

Steinbergur, tv., og lögmaður hans. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður, hefur fyrir hönd Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns, sent formlega kvörtun til Héraðssaksóknara vegna starfsaðferða nafngreindra starfsmanna embættisins. Krefst hann þess að umræddir starfsmenn verði áminntir eða látnir sæta öðrum viðurlögum vegna framgöngu þeirra í tengslum við íþyngjandi aðgerðir sem Steinbergur var látinn sæta 2016 þegar hann gegndi starfi verjanda í fjársvikamáli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Steinbergur var handtekinn þegar hann mætti í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sem var grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Steinbergur var úrskurðaður í gæsluvarðhald en sleppt þremur dögum síðar.

Í kjölfar handtökunnar gerði lögreglan húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs. Hald var lagt á mikið magn skjala og þau afrituð.

Steinbergur hafði stöðu sakbornings í 19 mánuði áður en málið var látið niður falla. Honum voru í sumar dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna málsins. í dóminum er meðal annars vísað til þess að hann hafi verið handjárnaður við handtöku og að það hafi verið óþarflega meiðandi, brot gegn trúnaðarskyldu lögmanna þar sem hald var lagt á gögn, við húsleitir, sem óheimilt er að leggja hald á. Einnig kemur fram að verulegur og óútskýrður dráttur á niðurfellingu málsins hafi falið í sér ólögmæta meingerð í hans garð.

Í kvörtun Arnars Þórs er að sögn Fréttablaðsins sérstaklega kvartað undan Birni Þorvaldssyni, saksóknara hjá embætti Héraðssaksóknara, og sjö nafngreindum lögreglumönnum. Þess er krafist að þeir verði áminntir eða látnir sæta sambærilegum viðurlögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú