fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Gagnrýnir stuðning við Icelandair og hvetur stjórnvöld til að vera í liði með samkeppni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. september 2020 16:10

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, gagnrýnir ríkisábyrgð á lánum Icelandair við endurskipulagningu félagsins og minnir á að ríkisvaldið þurfi að vera í liði með samkeppni. Þetta kemur fram í grein Ólafs á Vísir.is í dag. Ólafur segir:

„Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim.“

Ólafur bendir á að áætlanir Icelandair geri ráð fyrir lítilli innanlandssamkeppni. Nýtt flugfélag sé hins vegar í startholunum og vísar Ólafur þar til Play. Aðrir aðilar hafa þó bent á það að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að Play sé hefja sig til flugs. Play hefur ályktað gegn ríkisstuðningi við Icelandair. Athyglisvert að vöruflutningafélagið Air Atlanta hefur ekki gefið út yfirlýsingar í þessa veru en ólíkt öðrum vöruflutningaflugfélögum hérlendum á Icelandair ekki hlut í því í félagi.

Í fréttaskýringu á turisti.is frá 30. ágúst er bent á að ekki hafi verið leitað álits hjá keppinautum Icelandair um ríkisaðstoð við félagið.

Vill skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni

Ólafur viðurkennir í sinni grein að réttlætanlegt geti verið að veita þjóðfélagslega mikilvægu fyrirtæki ríkisstuðning á fordæmalausum tímum. Ríkisábyrgð á lánum félagsins þurfi hins vegar að skilyrða og telur hann upp eftirfarandi skilyrði:

  • Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi.
  • Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn.
  • Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta.
  • Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu
  • Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega.
  • Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við.
  • Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair.

Í lok greinar sinnar hvetur Ólafur yfirvöld til að horfa heildstætt á samkeppnisumhverfið og gæta þess að vera í liði með samkeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði