fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur Hand með þungar ásakanir: „Hvernig get ég tekið mark á slíku embætti?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. september 2020 09:55

Ólafur Hand og Kolbrún Anna eiginkona hans. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Ólafs Willam Hand, sem sýknaður var í Landsrétti í sumar af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni, segir skorta lagaákvæði um bótarétt fyrir þann sem sakfelldur er í héraðsdómi og sýknaður í Landsrétti.

Ólafur William Hand, fyrrverandi markaðsstjóri og upplýsingafulltrúi Eimskipa, var í sumar sýknaður í Landsrétti af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni, einu og hálfu ári eftir að hann hafði verið sakfelldur í héraði. Ekki stóð steinn yfir steini í dómi héraðsdóms að mati Landsréttar sem fór hörðum orðum um dóminn og hreinsaði Ólaf Hand fullkomlega af ofbeldisákærunni.

Arnar og Ólafur ræddu málið á Bylgjunni í morgun.

Málið er orðið meira en fjögurra ára gamalt en sumarið 2016 ruddist barnsmóðir Ólafs og sambýlismaður hennar inn á heimili hans og eiginkonu hans og kom til átaka. Fyrir utan var lögreglumaður sem sambýlismaðurinn hafði kvatt á vettvang, á röngum forsendum að því er lögreglumaðurinn vitnaði um fyrir dómi. Dóttir Ólafs og konunnar var þá stödd á heimilinu en barnsmóðirin átti að sækja hana um tveimur tímum síðar og ætlaði með hana í ferð til Indónesíu. Til átaka kom á heimilinu. Ólafur og eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir kærðu barnsmóðurina fyrir húsbrot. Barnsmóðirin kærði þau fyrir líkamsárás. Kæra Ólafs og Önnu leiddi ekki til ákæru en þau hjónin voru ákærð fyrir líkamsárás. Anna var sýknuð í héraði en Ólafur sakfelldur. Þessum dómi sneri síðan Landsréttur við með mjög afdráttarlausum hætti.

„Eftir situr hann með allan skellinn“

Ólafur og lögmaður hans benda á að Ólafur hafi setið uppi með þennan dóm héraðsdóms í eitt og hálft ár og misst á þeim tíma atvinnu og orðspor. „Þetta slær mína réttarvitund rangt. Við höfum áhyggjur af því að maður eignist ekki bótarétt á ríkið eftir að hafa verið ákærður, sakfelldur og síðan sýknaður. Hann þarf að fara í gegnum allan þennan feril sem getur tekið allmörg ár, missir starfið, orðsporið og heilsuna. Hann er sýknaður eftir dúk og disk, en það er enginn bótaréttur og engin afsökunarbeiðni. Ákæruvaldið gengur bara út en eftir situr hann með allan skellinn,“ sagði Arnar.

Þáttarstjórnendur bentu á að Landsréttur sneri oft við dómum héraðsdóms. Arnar sagði að ákæruvaldið ætti ekki að ákæra nema það teldi verulegar líkur á sakfellingu.

Ólafur benti á að ákæruvaldið hefði ekki hirt um kæruna um húsbrot en hafði ákveðið að ákæra hann fyrir líkamsárás. Þetta töldu bæði Ólafur og Arnar mjög vafasamt.

„Það er eitthvað skrýtið við framgang þessa máls og ég mun líklega aldrei komast að því hvað það er,“ sagði Arnar en bæði hann og Ólafur telja rannsókn lögreglu hafa verið vafasama og takmarkaða.

Ólafur mað ásakanir á Grím og Sigríði Björk

„Hvað var að í þessu máli? Vegna ættartengsla barnsmóður minnar við Grím Grímsson sem á þessum tíma var yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar óskaði ég eftir því að málið yrði rannsakað annars staðar. Það tók Sigríði Björk lögreglustjóra jafnlangan tíma og að fá sér kaffibolla að hafna þeirri beiðni,“ sagði Ólafur og var mjög þungorður í garð ákæruvalds og lögreglu:

„Ég hef í dag núll álit á ákæruvaldinu og lögregluembættinu. Er lögreglustjórinn Sigríður Björk svo upptekin af eigin framapoti að hún getur ekki einbeitt sér að því sem er að gerast innan lögreglunnar? Logar allt í deilum innan lögreglunnar? Hvernig get ég tekið mark á slíku embætti?“

Ólafur sagði ennfremur frá því að eiginkona hans Kolbrún Anna hefði fyrir réttu ári síðan sent Sigríði Björk bréf með nokkrum spurningum viðvíkjandi málinu en Sigríður hefði ekki svarað henni ennþá.

„Ég er reiður“

Ólafur segist í raun hafa tekið út dóminn sem hann fékk í héraði með mannorðsmissi og illu umtali á samfélagsmiðlum. „Ég er reiður. Þegar konan mín gaf út bók og podcast um sína reynslu og átti að koma í viðtal þá fara Kristrún Heimisdóttir og Dögg Pálsdóttir fyrir hópi 80 kvenna og skrifa þvílíka níðgrein, lýsa henni sem meðvirkri eiginkonu sem hún er alls ekki. Hún standi með ofbeldismanni. Þarna eru kynsystur hennar að ráðast á hana þegar hún er að skrifa sannleikann.“

Ólafur sagðist vonast til að lagabálkur viðvíkjandi skaðabótum til ranglega sakfelldra yrði endurskoðaður.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars