fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Mikið álag á Barnavernd Reykjanesbæjar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 08:00

Séð yfir Reykjanesbæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið álag er á Barnavernd Reykjanesbæjar og segir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður, að nú sé komið að þolmörkum. Álagið er langt yfir viðmiðum Barnaverndarstofu en tilkynningum hefur fjölgað mikið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að María tengi fjölgun tilkynninga við ástandið af völdum faraldursins. Á fyrri helmingi ársins bárust 119 tilkynningar varðandi vanrækslu og neyslu foreldra, á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 83. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað úr 35 á fyrri árshelmingi síðasta árs í 52 á þessu ári.

Haft er eftir henni að einnig hafi útköllum Barnaverndar fjölgað en þau snúast um neyðarþjónustu. Það sé þó ljós punktur að tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna hafi fækkað en þar er til dæmis um neyslu fíkniefna og afbrot að ræða. Þá hafi stuðningsúrræði verið bætt sem og sálfræðiþjónusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi