Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að María tengi fjölgun tilkynninga við ástandið af völdum faraldursins. Á fyrri helmingi ársins bárust 119 tilkynningar varðandi vanrækslu og neyslu foreldra, á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 83. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað úr 35 á fyrri árshelmingi síðasta árs í 52 á þessu ári.
Haft er eftir henni að einnig hafi útköllum Barnaverndar fjölgað en þau snúast um neyðarþjónustu. Það sé þó ljós punktur að tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna hafi fækkað en þar er til dæmis um neyslu fíkniefna og afbrot að ræða. Þá hafi stuðningsúrræði verið bætt sem og sálfræðiþjónusta.