fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þetta eru elstu hjón heims – 79 ára hjónaband og 215 ára lífaldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 07:00

Julio Mora og Waldramina Quinteros. Mynd: EPA-EFE/Jose Jacome

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að Julio Mora og Waldramina Quinteros séu elstu núlifandi hjón í heimi. Þau hafa verið gift í 79 ár og samanlagður lífaldur þeirra er tæplega 215 ár. Hann er 110 ára og hún er 104 ára. Þessu hamingjusömu hjón búa í Ekvador.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Mora sé fæddur 10. mars 1910 og Quinteros 16. október 1915. Þau vantar ekki mikið upp á að ná samanlagt 215 ára lífaldri.

Þau hafa verið gift í 79 ár. Heimsmetabókin veit af hjónaböndum sem hafa varað lengur en engu þar sem hjónin hafa náð svo háum aldri.

Þau gengu í hjónaband 1941 í fyrstu kirkjunni sem Spánverjar reistu í Quito, La Iglesia de El Belen. Þetta gerðu þau þvert á vilja fjölskylda sinna sem voru báðar á móti ráðahagnum.

„Við höfum aldrei skilið, aldrei gert neitt því líkt. Við höfum ekki hugleitt það,“

Sagði Quinteros.

Þau störfuðu bæði sem kennarar og búa í Quito, höfuðborg Ekvador. Þau eiga fjögur börn á lífi, 11 barnabörn, 21 barnabarnabarn og eitt barnabarnabarnabarn.

Það var dóttir þeirra, Cecilia, sem vakti athygli Heimsmetabókarinnar á foreldrum sínum og sendi nauðsynleg skjöl. Hún segir að þau séu við góða heilsu, líkamlega og andlega. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi þó haft áhrif á andlegu hliðina. Þau hafi verið öðruvísi en þau eiga að sér, niðurdreginn, því þau sakni þess að geta ekki hitt stórfjölskylduna.

Hún sagði að þau njóti þess að fara í kvikmyndahús og leikhús saman. Faðir hennar nýtur þess að horfa á sjónvarp og drekka mjólk sagði hún og móðir hennar les dagblað á hverjum morgni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið