Skiptum er lokið í þrotabúi byggingafyrirtækisins Omzi ehf sem hafði aðsetur í Hveragerði. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms sem kveðinn var upp 6. mars árið 2019.
Lýstar kröfur í þrotabúið voru tæplega 223 milljónir króna að viðbættum vöxtum og kostnaði. Forgangskröfur voru tæplega 34 milljónir.
Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum án þess að nokkuð fengist upp í kröfur.
Tilkynning um skipalokin birtist í Lögbirtingablaðinu í dag og er hún eftirfarandi: