fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Ótrúlegt vopnasafn Andreu – Ekki hefur tekist að birta henni fangelsisdóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. september 2020 11:30

Andrea Kristín Unnarsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta Andreu Kristínu Unnarsdóttur dóm sem kveðinn var upp yfir henni í Landsrétti í vor. Er þar mildaður fangelsisdómur yfir henni um einn mánuð en hún er þó dæmd í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Ævilöng ökuleyfissvipting héraðsdóms stendur.

Andrea er dæmd fyrir röð afbrota, umferðarlagabrot, skjalafals, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot.

Athygli vekur gífurlegt magn vopna sem gerð voru upptæk á þáverandi heimili Andreu á Stokkseyri. Fjöldi sverða og beittra hnífa voru gerð upptæk, stunguvopn og kylfur, meðal annars svört kylfa með þyngdum kólfi á endanum. Samtals eru tilgreind 29 vopn í dómi héraðsdóms frá því í maí 2019:

1.Spánarsverð, blaðlengd 70 cm (munanr. 43955)

2.Spánarsverð, blaðlengd 65 cm (munanr. 43955)

3.Spánarsverð, blaðlengd 47 cm (munanr. 43955)

4.Spánarsverð, blaðlengd 27 cm (munanr. 43955)

5.Hníf með svörtu skefti í hulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

6.Hníf með svörtu skefti af tegundinni Muela, blaðlengd 14 cm (munanr. 439456)

7.Hníf með járnskefti í hulstri, blaðlengd 15 cm (munanr. 439456)

8.Hníf í skinnhulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

9.Hníf í hulstri af tegundinni Hibben, blaðlengd 28 cm (munanr. 439456)

10.Tvö stykki af stálhnífum í hulstri, blaðlengdir 14 cm (munanr. 439456)

11.Hníf með beinskefti í hulstri, blaðlengd 14,5 cm (munanr. 439456)

12.Hníf meðplastskefti í camo hulstri, blaðlengd 20 cm (munanr. 439456)

13.Hníf með beinskefti, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

14.Þrjú stykki af kasthnífum í svörtu hulstri (munanr. 439458)

15.Kasthníf úr stáli (munanr. 439458)

16.Stunguvopn með svörtu handfangi (munanr. 439458)

17.Stunguvopn í svörtu hulstri af gerðinni Smith & Wesson (munanr. 439458)

18.Stunguvopn af gerðinni Honshu (munanr. 439458)

19.Stunguvopn úr stáli af gerðinni Hibben (munanr. 439458)

20.Stunguvopn af gerðinni Rui (munanr. 439458)

21.Stunguvopn í leðurhulstri (munanr. 439458)

22.Sambrjótanlegt svart stunguvopn, „butterfly“ fjaðurhníf (munanr. 439458)

23.Fjögur stykki af stunguvopnum, „butterfly“ fjaðurhnífum (munanr. 439458)

24.Svart hnúajárn (munanr. 439460) +

25.Silfurlitaða trékylfu (munarnr. 439461)

26.Svarta hafnarboltakylfu (munarnr. 439461)

27.Svarta kylfu með þyngdum kólfi á endanum (munarnr. 439461)

28.Raflostbyssu af gerðinni TW-10 (munanr. 439462)

29.Tvö stykki af piparúðabrúsum (munanr. 439465)

„Andrea slæma stelpa“

Andrea hefur áður komist í kast við lögin og fyrir um áratug hlaut hún viðurnefnið „Andrea slæma stelpa“. Árið 2012 var hún dæmd fyrir hlutdeild sína í hrottalegri árás á konu á heimili hennar í Hafnarfirði og hlaut fjögurra og hálfs árs dóm.

Árið 2017 var Andrea í fréttum er kviknaði í húsi sem hún dvaldist í á Stokkseyri. Var hún mikið brennd á líkama eftir brunann og taldi hún í samtölum við fjölmiðla að kveikt hefði verið í húsinu.

Sem fyrr segir hefur ekki tekist að birta Andreu dóm Landsréttar frá því í vor. Hefur hann þess vegna verið birtur í Lögbirtingablaðinu.

Ekki tókst að ná sambandi við Andreu við vinnslu fréttarinnar.

Dómur Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður