Ekki hefur tekist að birta Andreu Kristínu Unnarsdóttur dóm sem kveðinn var upp yfir henni í Landsrétti í vor. Er þar mildaður fangelsisdómur yfir henni um einn mánuð en hún er þó dæmd í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Ævilöng ökuleyfissvipting héraðsdóms stendur.
Andrea er dæmd fyrir röð afbrota, umferðarlagabrot, skjalafals, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot.
Athygli vekur gífurlegt magn vopna sem gerð voru upptæk á þáverandi heimili Andreu á Stokkseyri. Fjöldi sverða og beittra hnífa voru gerð upptæk, stunguvopn og kylfur, meðal annars svört kylfa með þyngdum kólfi á endanum. Samtals eru tilgreind 29 vopn í dómi héraðsdóms frá því í maí 2019:
1.Spánarsverð, blaðlengd 70 cm (munanr. 43955)
2.Spánarsverð, blaðlengd 65 cm (munanr. 43955)
3.Spánarsverð, blaðlengd 47 cm (munanr. 43955)
4.Spánarsverð, blaðlengd 27 cm (munanr. 43955)
5.Hníf með svörtu skefti í hulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)
6.Hníf með svörtu skefti af tegundinni Muela, blaðlengd 14 cm (munanr. 439456)
7.Hníf með járnskefti í hulstri, blaðlengd 15 cm (munanr. 439456)
8.Hníf í skinnhulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)
9.Hníf í hulstri af tegundinni Hibben, blaðlengd 28 cm (munanr. 439456)
10.Tvö stykki af stálhnífum í hulstri, blaðlengdir 14 cm (munanr. 439456)
11.Hníf með beinskefti í hulstri, blaðlengd 14,5 cm (munanr. 439456)
12.Hníf meðplastskefti í camo hulstri, blaðlengd 20 cm (munanr. 439456)
13.Hníf með beinskefti, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)
14.Þrjú stykki af kasthnífum í svörtu hulstri (munanr. 439458)
15.Kasthníf úr stáli (munanr. 439458)
16.Stunguvopn með svörtu handfangi (munanr. 439458)
17.Stunguvopn í svörtu hulstri af gerðinni Smith & Wesson (munanr. 439458)
18.Stunguvopn af gerðinni Honshu (munanr. 439458)
19.Stunguvopn úr stáli af gerðinni Hibben (munanr. 439458)
20.Stunguvopn af gerðinni Rui (munanr. 439458)
21.Stunguvopn í leðurhulstri (munanr. 439458)
22.Sambrjótanlegt svart stunguvopn, „butterfly“ fjaðurhníf (munanr. 439458)
23.Fjögur stykki af stunguvopnum, „butterfly“ fjaðurhnífum (munanr. 439458)
24.Svart hnúajárn (munanr. 439460) +
25.Silfurlitaða trékylfu (munarnr. 439461)
26.Svarta hafnarboltakylfu (munarnr. 439461)
27.Svarta kylfu með þyngdum kólfi á endanum (munarnr. 439461)
28.Raflostbyssu af gerðinni TW-10 (munanr. 439462)
29.Tvö stykki af piparúðabrúsum (munanr. 439465)
Andrea hefur áður komist í kast við lögin og fyrir um áratug hlaut hún viðurnefnið „Andrea slæma stelpa“. Árið 2012 var hún dæmd fyrir hlutdeild sína í hrottalegri árás á konu á heimili hennar í Hafnarfirði og hlaut fjögurra og hálfs árs dóm.
Árið 2017 var Andrea í fréttum er kviknaði í húsi sem hún dvaldist í á Stokkseyri. Var hún mikið brennd á líkama eftir brunann og taldi hún í samtölum við fjölmiðla að kveikt hefði verið í húsinu.
Sem fyrr segir hefur ekki tekist að birta Andreu dóm Landsréttar frá því í vor. Hefur hann þess vegna verið birtur í Lögbirtingablaðinu.
Ekki tókst að ná sambandi við Andreu við vinnslu fréttarinnar.
Dómur Landsréttar og héraðsdóms