fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ótrúlegt vopnasafn Andreu – Ekki hefur tekist að birta henni fangelsisdóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. september 2020 11:30

Andrea Kristín Unnarsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta Andreu Kristínu Unnarsdóttur dóm sem kveðinn var upp yfir henni í Landsrétti í vor. Er þar mildaður fangelsisdómur yfir henni um einn mánuð en hún er þó dæmd í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Ævilöng ökuleyfissvipting héraðsdóms stendur.

Andrea er dæmd fyrir röð afbrota, umferðarlagabrot, skjalafals, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot.

Athygli vekur gífurlegt magn vopna sem gerð voru upptæk á þáverandi heimili Andreu á Stokkseyri. Fjöldi sverða og beittra hnífa voru gerð upptæk, stunguvopn og kylfur, meðal annars svört kylfa með þyngdum kólfi á endanum. Samtals eru tilgreind 29 vopn í dómi héraðsdóms frá því í maí 2019:

1.Spánarsverð, blaðlengd 70 cm (munanr. 43955)

2.Spánarsverð, blaðlengd 65 cm (munanr. 43955)

3.Spánarsverð, blaðlengd 47 cm (munanr. 43955)

4.Spánarsverð, blaðlengd 27 cm (munanr. 43955)

5.Hníf með svörtu skefti í hulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

6.Hníf með svörtu skefti af tegundinni Muela, blaðlengd 14 cm (munanr. 439456)

7.Hníf með járnskefti í hulstri, blaðlengd 15 cm (munanr. 439456)

8.Hníf í skinnhulstri, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

9.Hníf í hulstri af tegundinni Hibben, blaðlengd 28 cm (munanr. 439456)

10.Tvö stykki af stálhnífum í hulstri, blaðlengdir 14 cm (munanr. 439456)

11.Hníf með beinskefti í hulstri, blaðlengd 14,5 cm (munanr. 439456)

12.Hníf meðplastskefti í camo hulstri, blaðlengd 20 cm (munanr. 439456)

13.Hníf með beinskefti, blaðlengd 16,5 cm (munanr. 439456)

14.Þrjú stykki af kasthnífum í svörtu hulstri (munanr. 439458)

15.Kasthníf úr stáli (munanr. 439458)

16.Stunguvopn með svörtu handfangi (munanr. 439458)

17.Stunguvopn í svörtu hulstri af gerðinni Smith & Wesson (munanr. 439458)

18.Stunguvopn af gerðinni Honshu (munanr. 439458)

19.Stunguvopn úr stáli af gerðinni Hibben (munanr. 439458)

20.Stunguvopn af gerðinni Rui (munanr. 439458)

21.Stunguvopn í leðurhulstri (munanr. 439458)

22.Sambrjótanlegt svart stunguvopn, „butterfly“ fjaðurhníf (munanr. 439458)

23.Fjögur stykki af stunguvopnum, „butterfly“ fjaðurhnífum (munanr. 439458)

24.Svart hnúajárn (munanr. 439460) +

25.Silfurlitaða trékylfu (munarnr. 439461)

26.Svarta hafnarboltakylfu (munarnr. 439461)

27.Svarta kylfu með þyngdum kólfi á endanum (munarnr. 439461)

28.Raflostbyssu af gerðinni TW-10 (munanr. 439462)

29.Tvö stykki af piparúðabrúsum (munanr. 439465)

„Andrea slæma stelpa“

Andrea hefur áður komist í kast við lögin og fyrir um áratug hlaut hún viðurnefnið „Andrea slæma stelpa“. Árið 2012 var hún dæmd fyrir hlutdeild sína í hrottalegri árás á konu á heimili hennar í Hafnarfirði og hlaut fjögurra og hálfs árs dóm.

Árið 2017 var Andrea í fréttum er kviknaði í húsi sem hún dvaldist í á Stokkseyri. Var hún mikið brennd á líkama eftir brunann og taldi hún í samtölum við fjölmiðla að kveikt hefði verið í húsinu.

Sem fyrr segir hefur ekki tekist að birta Andreu dóm Landsréttar frá því í vor. Hefur hann þess vegna verið birtur í Lögbirtingablaðinu.

Ekki tókst að ná sambandi við Andreu við vinnslu fréttarinnar.

Dómur Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“