fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Hraðversnandi staða smærri sveitarfélaganna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 08:00

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru niðurstöður starfshóps Sigurðar Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á fjármál sveitarfélaganna birtar. Samkvæmt þeim hefur faraldurinn skert tekjur allra sveitarfélaga landsins nema tólf.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að stærsti þátturinn séu lægri útsvarstekjur en einnig hafi þjónustutekjur minnkað. Stærstu sveitarfélögin hafa tapað hæstu upphæðunum en það er ekki ávísun á að þar sé vandinn mestur.

„Eftir því sem sveitarfélögin eru fámennari, þeim mun erfiðara er fyrir þau að taka högg af hvaða tagi sem er. Fjölmennari sveitarfélög hafa breiðara bak og fjölbreyttara atvinnulíf til að takast á við vanda,“

Hefur Fréttablaðið eftir Sigurði Guðmundssyni, skipulagsfræðingi og sjálfstætt starfandi ráðgjafa.

Mýrdalshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eru meðal þeirra sveitarfélaga sem verða fyrir einna mestu tekjuskerðingunni en það eru einmitt sveitarfélög sem eru hlutfallslega fámenn sem verða fyrir mestu tekjuskerðingunni.

Fréttablaðið hefur eftir Sigurði að stór hluti Suðurlandsundirlendisins sé í slæmri stöðu:

„Ef við lítum á allt svæðið milli Selfoss og Hornafjarðar, þá er það einkennandi hvað ferðaþjónustan skiptir miklu máli, á meðan landbúnaðurinn hefur verið á undanhaldi eftir því sem austar dregur. Það er hins vegar ekki nóg að sameina fámenn og dreifbýl sveitarfélög sem eru öll mjög háð einni og sömu atvinnugreininni. Mín tilfinning er sú að ríkissjóður verði að hjálpa þeim með öðrum hætti og þar þarf að koma til endurskipulagning á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.“

Í Rangárþingi eystra búa um 2.000 manns en sveitarfélagið hefur fundið mikið fyrir samdrættinum. Tekjurnar hafa dregist saman um 362 milljónir króna miðað við fjárhagsáætlun en það svarar til 185.000 króna á hvern íbúa. Á síðustu fjórum árum hefur 40 til 90 milljóna króna rekstrarafgangur verið hjá sveitarfélaginu en nú er staðan allt önnur. Áætlað var að skuldir sveitarfélagsins yrðu 375 milljónir á árinu en nú er talið að þær verði 850 milljónir.

„Ferðaþjónustan hefur verið í örum vexti undanfarin ár og alltaf stærri hluti af atvinnulífinu hér. Við erum einnig mjög dreifbýlt sveitarfélag og töluvert háð Jöfnunarsjóði svo tekjuskerðing sjóðsins kemur verulega illa við okkar rekstur,“

hefur Fréttablaðið eftir Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“