fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Fyrsta verkefni Nasa í Reykjavík – Varað við miklum hávaða og töluverðu raski

Heimir Hannesson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 17:30

Hin afkastamikla RG-20, sem Nasi mun nú endurbora. mynd/Veitur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem ekið hafa um Kringlumýrarbraut á milli Laugavegs og Háaleitisbrautar hafa vafalaust tekið eftir sérkennilegum silfurlituðum skúrum á þessu svæði. Þar er um að ræða borholuna RG-20, en borholan er ein sú gjöfulasta sem Veitur hafa til umráða. Er hún sögð geta hlýjað 2000 húsum á ári, sem svarar til einum Vestmannaeyjabæ.

Nú er svo komið að holan hefur þrengst og hrunið á köflum og afköst hennar minnkað vegna þessa. Því, samkvæmt tilkynningu Veitna, þarf að rýma, hreinsa og fóðra holuna áður en hún verður endurvirkjuð. Það er hægara sagt en gert, enda borholan 764 metrar á dýpt, eða sem nemur tíu Hallgrímskirkjur og vatnið sem um hana leikur er 125°C heitt.

Borholan RG-20, til heimilis að Bolholti 5 í Reykjavík, er ein af 10 borholum á Laugarnessvæðinu og ein 18 borhola í Reykjavík. Að því er fram kemur á framkvæmdavef Veitna er borholan nú 57 ára gömul, og því eldri en bæði Borgarstjóri Reykjavíkur og forsætisráðherra.

Talsvert rask fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur af völdum Nasa

Jarðborinn Nasi verður fenginn í þetta verðuga verk, að laga borholuna RG-20. Nasi er talsvert fyrirferðarmikil, og því er unnið að því að núa að útbúa borplan undir Nasa og annan búnað tengdan bornum. Borinn getur borað allt að 65cm breitt gat og niður á allt að tveggja kílómetra dýpi.

Umtalsvert rask verður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á meðan á þessum framkvæmdum stendur að því er segir á vef Veitna. Þó kemur þar fram að hjáleiðir verða vel merktar.

Í tilkynningu Veitan segir:

Vegna umfangs verksins verður nokkuð rask á svæðinu næstu vikurnar og meðal annars þarf tímabundið að loka hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Laugavegar. Lokað verður á morgun og varir lokunin fram í miðjan október. Beðist er velvirðingar á þessari truflun en hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi verða vel merktar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína