fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg hækkar frístundakortið um 30 þúsund fyrir börn í Breiðholti

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 15:39

Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt að fara í þriggja ára tilraunaverkefni í Breiðholti til að auka notkun á frístundakortinu og auka þátttöku í tómstundum. Aðgerðirnar felast meðal annars í því að hækka frístundakortið úr 50.000 í 80.000 kr., kynna betur þær frístundir sem eru í boði í hverfinu og borginni. Þá geta krakkarnir fengið að prófa margar mismunandi íþróttagreinar og fá líka ókeypis í frístundarútuna.

Þátttaka í íþrótta- og frístundastarfi og nýting frístundakorts í Breiðholti er lægri en í öðrum hverfum. Sérstök ástæða þykir því til að huga að þátttöku og félagslegri aðlögun barna í hverfinu af erlendum uppruna og barna sem búa við fátækt. Vegna þessara aðstæðna hafa eftirtalin markmið verið sett fyrir verkefnið:

  • Að auka þátttökuhlutfall barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti til jafns við meðaltal í Reykjavík.
  • Að auka nýtingu frístundakortsins í Breiðholti til jafns við meðaltal í Reykjavík.
  • Að auðvelda samfélagslega þátttöku, íslenskunám og félagslega aðlögun barna með mismunandi bakgrunn að íslensku samfélagi.

Sjá tillögu og greinargerð sem samþykkt var í borgarráði 27. ágúst

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína