fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Þórólfur farinn að huga að tilslökunum – Fyrst innanlands og síðar á landamærunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 14:25

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sér fram á tilslakanir á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum innanlands á næstunni eins og staðan er í dag.

Telur hann rétt að huga fyrst að takmörkunum og aðgerðum innanlands og færa sig síðar að landamærunum. Nauðsynlegt sé að fara hægt í sakirnar. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna heimsfaraldurs COVID-19 rétt í þessu.

Þórólfur telur að tvær sýnatökur hafi sannað ágæti sitt. Með seinni sýnatöku hafi 14 smit COVID-19 fundist sem annars hefðu farið framhjá fyrri skimun. Skimun á landamærum hafi fundið rúmlega 90 smit COVID-19 sem hægt var að fyrirbyggja að kæmu inn í landið og smituðu út frá sér.

Flestir sem greinast á landamærunum eiga bakland á Íslandi.

Þórólfur minnir á það í umræðunni um aðgerðir vegna COVID-19 hér á landi að aðgerðir hér séu engan veginn harðari í öðrum löndum og séu að hans mati í fullkomnu samræmi við alvarleika málsins. Þórólfur bendir á að ekki beri mikið á verulegu heilsufarslegu vandamáli í samfélaginu nú síðsumars og sé það sóttvarnaraðgerðum að þakka.

Mun Þórólfur leggja fram tillögur við ríkisstjórnina síðar í vikunni sem þá væri hægt að miða við þegar næsta auglýsing um sóttvarnarráðstafanir verður birt.

Tölur síðustu daga bendi til þess að nú sé verið að ná utan um seinni bylgju kórónuveirunnar en enn þá sé ógnin þó til staðar og líklega mun bera á fleiri smitum og jafnvel minni hópsýkingum.

Þórólfur vonar þó að ekki verði um fleiri alvarlegar hópsýkingar að ræða.

Telur hann ekki að veiran sé vægari í þessari seinni bylgju COVID-19. Einn hafi þurft á öndunaraðstoð að halda frá því í byrjun ágúst og því sé ljóst að fólk geti enn veikst alvarlega af veirunni.

Þórólfur viðurkennir að í vor hafi að líkindum verið farið of hratt í tilslökunum. Nauðsynlegt sé að gera þetta hægt og bítandi og af stillingu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína