Ríkissaksóknari landsins skýrir frá þessu. Hann sagði að margir hinna handteknu séu grunaðir um að hafa myrt heilbrigðisstarfsfólk, selja gölluð læknatæki og fyrir að ljúga til um ferðir sínar.
Í einu málanna var maður handtekinn, grunaður um að hafa drepið mann sem bað viðkomandi um að nota andlitsgrímu í stórmarkaði. Í öðru máli var maður handtekinn fyrir að hafa af ásettu ráði ekið á heilbrigðisstarfsmann. Í þriðja málinu var maður handtekinn fyrir að hafa stungið heilbrigðisstarfsmann þegar hann var að mæla hita hins handtekna.
Margir hafa verið handteknir, grunaðir um að stinga fé, sem átti að renna til sjúklinga með COVID-19, í eiginn vasa.