fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Guðni ósáttur með myndbandið – „Ég er ekki sammála“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 13:55

Samsett mynd: Guðni Bergs til vinstri - Skjáskot úr myndbandinu til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BDS á Íslandi hefur fordæmt samning sem Knattspyrnusamband Íslands gerði við íþróttavöruframleiðandann Puma. Samtökin segja að með samningnum sé KSÍ að styðja við þau mannréttindabrot sem Ísrael hefur framið. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist ekki vera sáttur með þessa skýringu.

BDS er alþjóðleg hreyfing sem hvetur til sniðgöngu, efnahagsþvingana og afturköllunar fjárfestinga í Ísrael þar til stjórnvöld þar í landi fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi Palestínumanna að fullu. BDS á Íslandi deildi myndbandi fyrir nokkrum dögum þar sem útskýrt var hvers vegna það að styðja við Puma jafngildi, að þeirra sögn, því að styðja við þau mannréttindabrot sem framin eru í Ísrael.

Mbl.is vakti athygli á myndbandinu sem BDS á Íslandi deildi í gær. „Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við íþróttavöruframleiðandann PUMA um landsliðsbúninga. Það þýðir að næstu sex árin mun íslenska landsliðið í knattspyrnu spila undir merkjum Puma,“ segir í lýsingu myndbandsins sem birt var á Facebook.

„Stuðla að mannréttindabrotum“

„Puma er stoltur styrktaraðili landtökubyggða og hernáms, aðskilnaðarstefnu og mannréttindabrota ísraelskra stjórnvalda,“ segir einnig í lýsingunni og í myndbandinu er tekið fram að sex knattspyrnufélög innan sambandsins séu staðsett í ísraelskum landtökubyggðum. „Knattspyrnufélög í ísraelskum landtökubyggðum stuðla að mannréttindabrotum,“ segir í myndbandinu. Þá er einnig sagt frá því að fyrirtækið Delta Israel sé með einkaleyfi Puma þar í landi. „Delta er með útibú í ólöglegum landtökubyggðum.“

„Ég er ekki sammála“

Í samtali við DV sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að hann væri ekki sáttur með þessa skýringu hjá BDS Ísland. „Ég er ekki sammála henni,“ sagði Guðni og tók það fram að Ísrael væri, líkt og Palestína, hluti af knattspyrnusamfélaginu. „Í sjálfu sér þá vorum við ekki með í huga þessa tengingu hjá PUMA við Ísrael,“ sagði Guðni síðan.

Þá vildi hann einnig koma á framfæri öðru sjónarmiði. „Ég held að það sé almenn stefna í íþróttasamfélaginu að halda íþróttum og pólítík aðskildum, ég held að það sé sjónarmið sem megi hafa í huga í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Í gær

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Í gær

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki