fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Guðni ósáttur með myndbandið – „Ég er ekki sammála“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 13:55

Samsett mynd: Guðni Bergs til vinstri - Skjáskot úr myndbandinu til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BDS á Íslandi hefur fordæmt samning sem Knattspyrnusamband Íslands gerði við íþróttavöruframleiðandann Puma. Samtökin segja að með samningnum sé KSÍ að styðja við þau mannréttindabrot sem Ísrael hefur framið. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist ekki vera sáttur með þessa skýringu.

BDS er alþjóðleg hreyfing sem hvetur til sniðgöngu, efnahagsþvingana og afturköllunar fjárfestinga í Ísrael þar til stjórnvöld þar í landi fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi Palestínumanna að fullu. BDS á Íslandi deildi myndbandi fyrir nokkrum dögum þar sem útskýrt var hvers vegna það að styðja við Puma jafngildi, að þeirra sögn, því að styðja við þau mannréttindabrot sem framin eru í Ísrael.

Mbl.is vakti athygli á myndbandinu sem BDS á Íslandi deildi í gær. „Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við íþróttavöruframleiðandann PUMA um landsliðsbúninga. Það þýðir að næstu sex árin mun íslenska landsliðið í knattspyrnu spila undir merkjum Puma,“ segir í lýsingu myndbandsins sem birt var á Facebook.

„Stuðla að mannréttindabrotum“

„Puma er stoltur styrktaraðili landtökubyggða og hernáms, aðskilnaðarstefnu og mannréttindabrota ísraelskra stjórnvalda,“ segir einnig í lýsingunni og í myndbandinu er tekið fram að sex knattspyrnufélög innan sambandsins séu staðsett í ísraelskum landtökubyggðum. „Knattspyrnufélög í ísraelskum landtökubyggðum stuðla að mannréttindabrotum,“ segir í myndbandinu. Þá er einnig sagt frá því að fyrirtækið Delta Israel sé með einkaleyfi Puma þar í landi. „Delta er með útibú í ólöglegum landtökubyggðum.“

„Ég er ekki sammála“

Í samtali við DV sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að hann væri ekki sáttur með þessa skýringu hjá BDS Ísland. „Ég er ekki sammála henni,“ sagði Guðni og tók það fram að Ísrael væri, líkt og Palestína, hluti af knattspyrnusamfélaginu. „Í sjálfu sér þá vorum við ekki með í huga þessa tengingu hjá PUMA við Ísrael,“ sagði Guðni síðan.

Þá vildi hann einnig koma á framfæri öðru sjónarmiði. „Ég held að það sé almenn stefna í íþróttasamfélaginu að halda íþróttum og pólítík aðskildum, ég held að það sé sjónarmið sem megi hafa í huga í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum