fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Skilur ekki útspil Samherja – „Ég hef ekki einu sinni nennt að horfa á þessi myndbönd“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 20:50

Samsett mynd: annars vegar skjáskot úr nýjasta þætti Samherja af Þorsteini Má og hins vegar Guðmundur Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki einu sinni nennt að horfa á þessi myndbönd!“ segir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, um myndböndin sem Samherji hefur verið að birta undanfarnar vikur.

Í myndböndunum Samherja hefur verið rætt um Kastljóssþátt frá árinu 2012, fjölmiðlamanninn Helga Seljan, sem vann að umræddum þætti og minnisblað Verðlagsstofu skiptaverðs, er varðaði sölu á karfa árin 2008 og 2009, sem notuð notuð var í þætti Kastljóss. Samherji hefur ýmist haldið því fram að minnisblaðið hafi ekki verið til, því breytt, eða að Kastljós hafi valið sérstaka hluta úr því.

Eiginlega bara barnalegt

Eftir fyrsta myndbandið var Guðmundur Ragnarsson einn sá fyrsti sem staðfesti að gögnin sem Helgi Seljan og Kastljós hefði notað væru í raun og veru til. Nú hefur Verðlagsstofa einnig staðfest það og sent Samherja umrædd skjöl. Þrátt fyrir það hefur Samherji haldið áfram að birta myndbönd sín, en það nýjasta kom út í dag. Þar var því haldið fram að vinnubrögð Ríkisútvarpsins væru óheiðarleg.

Guðmundur segist ekki einu sinni nennt að horfa á þessi myndbönd Samherja, þrátt fyrir að hafa verið í bransanum í mörg ár.

„Ég hreinlega skil ekki hvað þeir eru að reyna með þessu, þetta er eiginlega bara barnalegt,“ segir Guðmundur og hlær.

Ber virðingu fyrir Samherja

Hann segist hreinlega ekki skilja þetta útspil Samherja og að það hafi komið sér verulega á óvart. Hann beri virðingu fyrir Samherja, en átti sig ekki á því hvað þeir séu að reyna með þessum myndböndum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þeim, mönnum eins og Þorsteini Má. Hann er gáfaður maður og það er ekkert að því að hrósa þeim fyrir það sem þeir gera vel. En ég bara skil þetta ekki. Og að fá eitthvað svaka lið til að gera þetta. Alveg ótrúlegt.“

Þá telur Guðmundur að þjóðin átti sig nokkuð vel á málinu og bendir á að eflaust hefði Verðlagsstofa ekki sent frá sér umrætt skjal, ef að ekki væri að marka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans