,,Það hefur verið flott veiði í Eystri Rangá síðustu vikur, mokveiði á köflum,“ sagði Reynir M Sigmundsson sem hefur annast leiðsögn við ána. Ótrúleg veiði hefur verið þarna og stutt í að áin komist í 7000 laxa.
,,Það er mikið af fiski í ánni og laxar ennþá að ganga í hana. Árið 2017 lenti ég rosa veiði þarna en síðustu vikur hefur verið frábær veiði og mok á köflum,“ sagði Reynir ennfremur.
Eystri Rangá hefur stungið aðrar laxveiðiár þetta sumarið en næst kemur Ytri Rangá með næstum 1900 laxa.
Mynd: Reynir M. Sigmundsson og Alexandra Ósk