fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Fjöldauppsögn í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli: Fólk er bara með hjartað í buxunum

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 14:17

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölda starfsfólks í öryggisleit hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp í dag. 

Samkvæmt heimildum DV er verið að fækka starfsfólki sem er á vakt í öryggisleit hverju sinni úr ríflega 60 manns niður í 21. Unnið er á vöktum, A-vakt og B-vakt, og samtals nemur fækkunin í öryggisleit því kring um 80 manns.  Hluta viðkomandi starfsmanna hafa verið gefin fyrirheit um möguleika á endurráðningu að loknum uppsagnarfresti.

Um hádegisbil ræddi DV við starfsmann í öryggisleitinni sem sagði starfsfólk vera að fá símtöl vegna uppsagna og þeir sem ekki hafi enn fengið símtal bíði milli vonar og ótta: Fólk er bara með hjartað í buxnum.”

Fjölmiðlafulltrúi Isavia vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Isavia í segir upp starfsfólki en í lok mars var til að mynda 101 starfsmanni sagt upp og 37 færðir niður í hlutastörf. 

Sjá: Starfsmenn afar ósáttir eftir uppsagnir: „Hvernig Isavia kemur fram við grunnstoðir í fyrirtækinu er til skammar“

Ljóst er að umferð um Keflavíkurflugvöll er í lágmarki og hafa sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 þar mest að segja.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka