fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Leiðari

Leiðindarlufsur og barferðir

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari þessi birtist í helgarblaði DV 28. ágúst 2020.

 

Það að verður að skrifast enn einu sinni. Þetta eru undarlegir tímar.

Ég hitti vinkonur mínar tvær á veitingahúsi, nýkomin úr sóttkví og hafði djúpstæða þörf fyrir mat sem einhver annar eldar og samtal við manneskju af holdi og blóði sem er ekki með sama lögheimili og ég sjálf. Úr varð að við myndum hittast á veitingahúsi, huga að sóttvörnum og ekkert rugl.

Ég fór í kjól, blés hárið og valhoppaði á stefnumót mitt við hlátrasköll og frelsi. Ég verð að viðurkenna að það að umgangast góðar konur er vissulega sáluhjálp og ekki hata ég ítalskan mat og kannski eins og eitt gott rósavínsglas. Ég fór þó fljótlega að efast um ákvörðun mína. Ekki af því að sóttvörnum var ekki sinnt heldur vegna þess að ég var sífellt að hugsa um hvort þetta væri óábyrgt af mér.

Hvort ég ætti ekki bara að vera heima?
Hringja kannski í einhvern eða spjalla út um glugga?
Kannski gæti ég hitt einhvern úti í búð sem ég þekki ef ég hangi þar nógu lengi. Það er jú „nauðsynjarferð“. Ég er í alvörunni búin með rjómaostinn.

Í því sem ég pikkaði í bústinn og fallegan mozzarellaost á disknum mínum rann tvennt upp fyrir mér.

Lífið er breytt til frambúðar.
Einhverjir spámenn og -konur hafa fleygt því fram að við verðum að venja okkur við núverandi takmarkanir. Þær muni vera í einhverri mynd næstu 18–24 mánuði. Bundnar í teygju sem slakað er á inn á milli og strekkt á þegar harðnar í ári.

Komandi kynslóðir munu ef til vill tortryggja handabönd og hnerra í olnbogann um ókomna tíð sem er kannski bara ágætt. Handabandsins sakna ég reyndar mikið en fruss og hor getur haldið sig í olnbogum heimsins um aldir alda. Handabönd segja nefnilega svo margt um fólk.

Ég þoli til dæmis alls ekki „lufsuna“. Það er þegar einhver rétt svo réttir fram höndina og lætur hana dangla eins og dauðan fisk sem þú átt á einhvern undarlegan hátt að hrista til áður en höndin er látin leka jafn letilega í burtu eins og hún kom. Eins og uppþornaður snigill. Slík lufsubönd eru ekki líkleg til að marka upphaf á góðu samtali.
Annað er upp á teningnum ef um þétt handtak í hæfilegan tíma með samsvarandi augnsambandi er í boði. Já, gott fólk, þá er bingó í sal.  Augnsambandið er nefnilega svo fínn mælikvarði. Ef það er orðið óþægilegt að horfast í augu, af hverju ættir þú þá enn að halda í viðkomandi?  Það er siðlaust. Þetta eru 2–8 sek. max ! eftir eðli sambandsins og hversu náið fólk er.

Svo er það hitt. Fólk sem heldur of fast eða of lengi eða bæði. Með sveitta lófa, vill meira frá þér en þú vilt gefa. Reynir að spjalla þó þið hafið ekkert um að tala. Samtalið gefur þér ekkert – tekur bara tíma sem kemur aldrei aftur. Þig langar burt en sveitta höndin vill vera.

Óþolandi.

Börn skilja ekki svona handspeki. Þau eru því undanskilin reglunni og unglingar upp að 12 ára.

Já og svo var það hitt – vínið í glasinu var búið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs