Abe hefur boðað til fréttamannafundar í kvöld að japönskum tíma þar sem reiknað er með að hann muni tilkynna afsögn sína. Hann hefur lengi glímt við bólgur í þörmum og hafa þær versnað síðustu mánuði.
Abe hefur verið forsætisráðherra síðan í desember 2012 og var einnig forsætisráðherra um skeið á árunum 2006 til 2007. Á mánudaginn setti hann nýtt met og varð sá Japani sem lengst hefur gegnt embættinu. Hann er 65 ára.