fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump þungorður í garð Joe Biden – „Hann mun eyðileggja mikilfengleika Bandaríkjanna“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 05:09

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin geta aftur orðið sterkt land með sterkan efnahag. Þetta var boðskapur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í gærkvöldi þegar hann samþykkti útnefningu Repúblikanaflokksins á honum sem forsetaframbjóðanda.

Hann dró upp þá mynd að í forsetakosningunum í nóvember standi bandaríska þjóðin frammi fyrir vali á milli tveggja framtíðarsýna, tveggja flokka, tveggja manna og það kom skýrt fram hvað er undir.

„Þessar kosningar munu skera úr um hvort við björgum „ameríska draumnum“ eða leyfum hugmyndum sósíalista að eyðileggja þau örlög sem við metum svo mikils,“

sagði Trump í ræðu sinni.

Á þessum síðasta degi landsfundar flokksins kom skýrt fram að Trump er leiðtogi hans, leiðtogi sem vill halda uppi lögum og reglu. Hann ræddi meðal annars um óeirðirnar í Kenosha í Wisconsin, sem er eitt þeirra sveifluríkja sem getur ráðið úrslitum í kosningunum.

„Atkvæði ykkar ráða hvort við viljum vernda löghlýðna Bandaríkjamenn eða leyfa ofbeldisfullum stjórnleysingjum, vandræðagemsum og glæpamönnum að leika lausum hala.“

Trump fordæmdi „uppþot, gripdeildir, íkveikjur og ofbeldi sem við höfum séð í borgum sem lúta stjórn demókrata“.

Joe Biden, andstæðingur Trump í kosningunum, fékk einnig sinn skerf í ræðu forsetans.

„Bandaríkin eru ekki umlukin myrkri. Þau eru kyndillinn sem lýsir allan heiminn upp,“

sagði Trump og vísaði þarna til lýsingar Biden á stöðu mála í Bandaríkjunum á landsfundi Demókrata í síðustu viku.

Hann varaði síðan sterklega við Demókrötum:

„Hvernig geta þeir farið fram á að stýra landinu okkar þegar þeir eyða svona miklum tíma í að slíta landið í sundur?“

Sagði Trump og lýsti Biden sem manni sem eyðileggur bandarísk störf og „mikilfengleika Bandaríkjanna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga