fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Ólafía Þórunn: Kenndi sjálfri sér um slysið – „Ég þurfti að leita til sálfræðings út af þessu“

Kærasti hennar brenndist illa

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. desember 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 var stórt hjá kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Hún spilaði fyrst Íslendinga á LPGA, stærstu mótaröð heims, tók þátt í þremur risamótum og komst í Evrópuúrvalið í LET-keppninni gegn Asíu og Eyjaálfu. Hún þykir koma sterklega til greina í valinu á íþróttamanni ársins sem mun koma í ljós 28. desember.

Kristinn Haukur hitti Ólafíu í jólafríinu sem hún eyðir með fjölskyldu sinni í Grafarholtinu og ræddi við hana um ferilinn, frægðina, lífið og stóra kjálkaaðgerð. Þá kemur hún einnig inn á slys sem kærasti hennar varð fyrir er hann brenndist illa á heimili þeirra. Ólafía kenndi sjálfri sér um það og leitaði aðstoðar sálfræðings til að vinna úr áfallinu.

Hér að neðan birtist kafli úr viðtalinu þar sem hún ræðir þetta.


Þegar Ólafía var á síðasta ári í háskólanámi lenti Thomas, kærasti hennar, í slysi sem hafði mikil áhrif á þau bæði. „Við vorum að grilla og ég var að reyna að kveikja á grillinu en kunni ekkert á það. Þegar Thomas minn ýtti á takkann til að kveikja á grillinu fékk hann eldsprengingu í andlitið. Hann brenndist illa og við fórum strax upp á bráðamóttöku. Eftir þetta var hann alltaf hjá læknum, með umbúðir úti um allt og andlitið á honum skelfilega illa farið.“

Var þetta mikið áfall?

„Þetta var alveg skelfilegt og ég kenndi sjálfri mér mikið um þetta, af því að ég var að fikta í grillinu og ef hann hefði gert þetta sjálfur þá hefði þetta aldrei gerst. Ég átti mjög erfitt. Það gerist eitthvað í líkamanum þegar þú færð svona mikið sjokk. Ég þurfti að leita til sálfræðings út af þessu og mér leið eins og ég væri orðin þunglynd. Ég vildi ekki tala um þetta við neinn og vildi ekki hitta fólk. Þetta var ákveðinn tímapunktur í lífi mínu en ég komst yfir þetta og varð sterkari fyrir vikið.“

En hann kenndi þér ekkert um þetta?

„Nei nei, það var bara ég. Það var sama hvað fólk sagði við mig, ég gat ekki breytt hvernig mér leið. Núna er allt í lagi með andlitið, það greri mjög vel. En hann er með stórt ör á fætinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“