fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Lítið kjallaraherbergi í Breiðholti á 90 þúsund krónur – Sameiginlegt salerni og baðherbergi með engri hurð

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 16:50

Ljósmynd/Skjáskot af vef bland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 3.000 manns hafa skoðað auglýsingu sem birt var á söluvef Bland.is á dögunum þar sem 25 fermetra kjallaraherbergi í Breiðholti er auglýst til leigu. Það sem vekur einna helst athygli er leiguverðið: 90 þúsund krónur á mánuði.

Fram kemur í auglýsingunni að herbergið sé í Unufelli í Breiðholti og laust til langtímaleigu frá 1. september. Herberginu fylgir lítill fataskápur og kommóða og tvíbreitt rúm. Þá er einnig lítil eldhúsaðstaða með ísskáp og þvottaaðstaða með þvottavél og þurrkara, en ekki kemur fram hvort sú aðstaða sé sameiginleg með öðrum í húsinu. Af myndunum af dæma er einungis einn lítill gluggi, innan af svefnherbergisaðstöðunni, en útsýnið myndi þó seint teljast glæsilegt.

Ljósmynd/Skjáskot af vef bland.is

Væntanlegur leigjandi mun hins vegar þurfa að deila baðherbergisaðstöðu með öðrum leigjendum í húsinu. Þess ber að geta að engin hurð er á „baðherberginu.“

Ljósmynd/Skjáskot af vef bland.is

Leigan er sem fyrr segir 90 þúsund krónur á mánuði, með hita, rafmagni og internetaðgangi.  Þá tekur leigusalinn fram að herbergið leigist eingöngu reyklausum og reglusömum einstaklingi og gæludýr eru ekki leyfð.

Ljósmynd/Skjáskot af vef bland.is

Leiguverð hefur lækkað

Töluvert hefur verið fjallað um erfiðar aðstæður á íslensku leigumarkaði en Covid-19 faraldurinn virðist hins vegar  hafa haft einhver áhrif á framboð á leiguhúsnæði undanfarna mánuði.

Í mars síðastliðnum greindi DV frá því að vísbendingar væru um að nokkur fjöldi af íbúðum sem voru í skammtímaútleigu hafi þegar ratað inn á almenna leigumarkaðinn og að líklegt væri að sú þróun myndi halda áfram í kjölfar þess höggs sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt mánaðarskýrslu Hagdeildar Húsnæðismálastofnunar (HMS) fyrir ágústmánuð 2020 lækkar leiguverð á milli mánaða annan mánuðinn í röð á höfuðborgarsvæðinu. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni.

Samkvæmt viðhorfskönnun HMS sem framkvæmd var stuttu áður en farsóttin náði fótfestu hér á landi, töldu um 92 prósent leigjenda öruggt eða líklegt að þeir yrðu áfram á leigumarkaði eftir 6 mánuði en 6 prósent ólíklegt eða örugglega ekki. Sömu mælingar voru framkvæmdar í apríl og júlí og hafði hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt  að þeir yrði áfram á leigumarkaði lækkað um 5-6 prósentustig og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent.

Hér má skoða auglýsinguna á vef Bland.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“
Fréttir
Í gær

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“
Fréttir
Í gær

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“
Fréttir
Í gær

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“