fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Jónas Sen fordæmdur og krafist brottrekstrar hans af Fréttablaðinu – „Dæmi um gagnrýni sem getur farið illa með fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 14:00

Jónaa Sen. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur sem tónlistargagnrýnandinn og píanóleikarinn Jónas Sen birti í Fréttablaðinu í fyrradag hefur vakið hörð viðbrögð. Jónas fjallar þar um geisladisk tónskáldsins Páls Ragnars Pálssonar, Atonement.

Páll Ragnar er liðlega fertugt tónskáld og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Hann var gítarleikari í rokkhljómsveitinni Maus á árunum 1993 til 2004 en sneri sér að tónsmíðanámi og tónsmíðum eftir það.

Jónas gefur verki Páls eina og hálfa stjörnu og segir tónlist hans vera andlausa og innantóma. Niðurlag pistilsins er sérstaklega neikvætt:

„Gallinn við tónlistina er nefnilega hversu andlaus hún er. Þrátt fyrir mismunandi hljóðasamsetningar og hendingar sem endurspegla orðin í ljóðunum, fer tónlistin aldrei á flug. Hið sama er endurtekið aftur og aftur. Útkoman er endalaust myrkur. Reyndar getur myrkrið verið spennandi, eins og til dæmis í músíkinni eftir Ligeti eða Penderecki, þar sem maður fær nasasjón af helvíti, sem er viss opinberun. Hér er hins vegar eins og tónskáldinu liggi fátt á hjarta, annað en að vera með þráhyggju. Og þráhyggjan er því miður fyrir einhverju sem manni kemur bara hreint ekkert við.“

„Dæmi um gagnrýni sem getur farið illa með fólk“

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason gerir þessi skrif að umtalsefni á Facebook. Hann segir að gagnrýni megi vera neikvæð en hún megi ekki meiða:

„Ljótur dómur í Fréttablaðinu í dag. Dæmi um gagnrýni sem getur farið illa með fólk. Í sögunni eru ótal dæmi um listamenn sem hættu hreinlega eftir að hafa fengið á sig svona illkvitni. Gagnrýni má alveg vera neikvæð en hún á ekki að meiða.“

Margir tjá sig undir færslunni og fara hörðum orðum um gagnrýnandann Jónas Sen. Ingibjörg Eyþórsdóttir segir að Fréttablaðið ætti að sjá sóma sinn í því að segja Jónasi upp:

„Jónas Sen gerir þetta reglulega, hann gerir tilraun til að taka fólk af lífi ef honum fellur það ekki í geð. Hann hefur einstaklega gamaldags hugmyndir um tónlist og hefur iðulega fjallað um tónlistarhátíðir eins og Myrka músíkdaga með því að slátra öllu, slá allt af, er orðljótur og útúr öllu korti. Hann á að halda sig við að skrifa um klassísk og rómantísk píanóverk því öðru hefur hann ekki vit á. Páll Ragnar Pálsson mun hins vegar hrista þetta af sér, enda einstaklega glæsilegt og vandað tónskáld sem hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín. Fréttablaðið ætti að sjá sóma sinn í því að segja Jónasi upp.“

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður er sammála færslu Hallgríms og ritar:

„Hjartanlega sammála og ekki í fyrsta sinn, sem maður sér svona til þess klára og ágæta manns, Jónasar. Páll á þetta svo innilega ekki skilið.“

Óhætt er að segja að margir fari hörðum orðum um Jónas og Gunnar Guðbjörnsson söngvari skrifar:

„Minnist þess að hafa fengið góða pásu frá söng eftir fýlubombu frá þessum og maður hefur nú eiginlega aldrei komist aftur í gírinn síðan. En hva, aðalmálið að hann fái að halda þessu áfram.“

„Kýldi úr honum allt loft“

Davíð Hörgdal Stefánsson, rithöfundur og fyrrverandi varaþingmaður, sakar Jónas um að hafa drepið niður áhuga sonar síns á því að semja píanóverk:

„Sonur minn fékk Jónas því miður sem fyrsta píanókennarann sinn. Hann hafði strax farið að semja eigin píanóverk, einföld og endurtekningasöm. Í fyrsta tímanum spilaði sonur minn lag fyrir kennarann … hans viðbrögð: „Þetta er nú ekkert nýtt eða frumlegt“. Kýldi úr honum allt loft. Algerlega ömurlegt.“

Ingólfur Bruun sakar Jónas um sérstaklega rætin skrif um tónleika hjá skólakór:

„Eitt sinn kom umræddur gagnrýnandi á tónleika hjá skólakór í tilteknum framhaldsskóla. Þetta voru krakkar sem öll voru að gera sitt besta. Tónleikarnir fengu 1 stjörnu af fimm og ummælin í greininni voru svo rætin að ég hef aldrei geta litið viðkomandi réttu auga síðan. Hann hreinilega tók kórinn, einsöngvara og stjórnandann af lífi. Eftir að hafa lesið þann dóm hef ég að engu gagnrýni frá viðkomandi gagnrýnanda.“

 

https://www.facebook.com/hallgrimur.helgason.9/posts/10158419706079178

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“
Fréttir
Í gær

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“
Fréttir
Í gær

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“
Fréttir
Í gær

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“