fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Drullar yfir Icelandair – „Ég ber akkúrat enga virðingu fyrir þessum stjórnendum og plönum þeirra“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 09:35

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður fer ekki fögrum orðum um Icelandair í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans í gærkvöldi. Hann segist ekki skilja ást fólks á fyrirtækinu, honum finnist aðbúnaðurinn vondur og hroki yfirstjórnarinnar óásættanlegur.

„Ég á erfitt með að tengja við ást fólks á Icelandair. Ég man ekki betur en að flugvélarnar séu gamlar, oft á eftir áætlun, sætin þröng, afþreyingarefnið gamalt og fábreytt, maturinn vondur, fargjaldið dýrt og hrokinn í yfirstjórninni yfirgengilegur.“

Gunnar vill meina að það eina sem er gott við Icelandair sé starfsfólkið. Þó verði það hvað mest fyrir barðinu á sjálfu fyrirtækinu, en hann segir að Icelandair hafi ráðist á starfsfólkið og brotið á því.

„Það eina góða við Icelandair voru flugfreyjurnar og -þjónarnir, hjálpsamt fólk, hlýlegt, brosmilt og yfirlætislaust. En á sama tíma og stjórnendur Icelandair bugta sig fyrir lánardrottnum félagsins og birgjum þá hafa þeir ráðist akkúrat á það starfsfólk sem eru það eina góða við þetta fyrirtæki, brotið lög á því, rekið það í miðri kjaradeilu, hótað því og svínbeygt til að geta haft af því fé til að færa lánardrottnunum.“

Að lokum biður Gunnar um að afsaka sig, en segir þó að sá sem að haldi með Icelandair hljóti líka að halda með Svarthöfða í Stjörnustríðs-myndunum.

„Þið afsakið, en ég ber akkúrat enga virðingu fyrir þessum stjórnendum og plönum þeirra, ef það var einhvern tímann tilefni til að virða Icelandair þá er sá tími liðinn. Fólk sem segist vilja félaginu vel hlýtur að halda með Darth Vader í Star Wars.“

https://www.facebook.com/gunnar.smari.egilsson/posts/3570820102936462

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“
Fréttir
Í gær

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“
Fréttir
Í gær

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“
Fréttir
Í gær

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið

Dulúð yfir 170 milljón króna framkvæmd Isavia á Blönduósi – Fyrirtæki föðurins hannaði verkið
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“