fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Þungorður Mike Pence – „Bandaríki Joe Biden verða óörugg“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 07:55

Mike Pence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á landsfundi Repúblikana í gærkvöldi. Hann var aðalræðumaður kvöldsins og dró hann ekki upp fagra mynd af framtíð Bandaríkjanna ef Joe Biden verður kjörinn forseti í kosningunum í nóvember.

Pence sagði að Biden væri gagnslaus atvinnupólitíkus. Hann sagði að ef Bandaríkjamenn kjósi Biden sem forseta í stað Donald Trump þá verði það verst fyrir þá sjálfa.

„Hinn óþægilegi sannleikur er að maður mun ekki telja sig öruggan í Bandaríkjum Joe Biden,“

sagði Pence sem ávarpaði landsfundinn í gegnum fjarfundabúnað frá Fort McHenry í Baltimore í Maryland. Stærstu hluti fundarins fer fram í gegnum fjarfundabúnað vegna kórónuveirufaraldursins.

Joe Biden var þó ekki eina umræðuefni Pence sem samþykkti formlega og þakkaði fyrir tilnefninguna sem varaforsetaefni flokksins. Hann ræddi einnig um góðan árangur í efnahagsmálum, undir stjórn Trump, þar til kórónuveirufaraldurinn skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja endurnefna alþjóðaflugvöllinn eftir Dolly

Vilja endurnefna alþjóðaflugvöllinn eftir Dolly
Pressan
Í gær

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Í gær

Hrollvekjandi niðurstöður nýrrar rannsóknar um áhrif reykinga á ungt fólk

Hrollvekjandi niðurstöður nýrrar rannsóknar um áhrif reykinga á ungt fólk
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Algjört hrun hjá bandaríska skattinum – Reka 22.000 starfsmenn

Algjört hrun hjá bandaríska skattinum – Reka 22.000 starfsmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert